Tillaga að breytingu á vatnatilskipun 2000/60/EC, tilskipun 2006/118/EB um verndun grunnvatns og tilskipun 2008/105/EB um umhverfisgæðastaðla. - COM(2022) 540
Proposal for a Directive of the European Parliament and of the Council amending Directive 2000/60/EC establishing a framework for Community action in the field of water policy, Directive 2006/118/EC on the protection of groundwater against pollution and deterioration and Directive 2008/105/EC on environmental quality standards in the field of water policy
Þýðing EES-gerðar birtist hér á íslensku við upptöku í EES-samninginn og birtingu í EES-viðbæti.

Gerð ekki til á íslensku
-
Tillaga sem gæti verið EES-tæk
-
Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum
-
Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun
-
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi
-
Tekin upp í EES-samninginn og í gildi
-
Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi
Staða og svið tillögu/gerðar
| Staða tillögu/gerðar | Tillaga ESB sem er merkt EES-tæk |
|---|---|
| Svið (EES-samningur, viðauki) | 20 Umhverfismál, 20.02 Vatn |
Almennar upplýsingar
Útdráttur
Framkvæmdastjórn Evrópu og Evrópuþing hefur lagt fram tillögu að breytingu á vatnatilskipun (2000/60/EC), tilskipun um verndun grunnvatns (2006/118/EB) og tilskipun um umhverfisgæðakröfur (2008/105/EB). Markmið breytinganna er að uppfæra umhverfisgæðakröfur fyrir efni sem valda mengun í yfirborðsvatni og grunnvatni, að auðvelda framfylgd laganna með einfaldari og samræmdari lagaumgjörð, að tryggja öflugar og uppfærðar upplýsingar um ástand vatns og skapa sveigjanlegri ramma til að takast á við mengunarvalda sem eru í auknum mæli farnir að valda áhyggjum. Til að ná fram þessum markmiðum eru lagðar fram ýmsar breytingar á viðeigandi ákvæðum í framangreindum tilskipunum sem m.a. fela í sér aukið hlutverk framkvæmdastjórnar ESB, Umhverfisstofnunar Evrópu (EEA) og Evrópsku Efnastofnunarinnar (ECHA).
Nánari efnisumfjöllun
Árið 2019 kom út skýrsla Evrópusambandsins vegna „fitness check“ vatnatilskipunar (2000/60/EC), tilskipunar um verndun grunnvatns (2006/118/EB) og tilskipunar um umhverfisgæðakröfur (2008/105/EB). Samkvæmt þeirri skýrslu var ljóst að uppfæra þyrfti listann yfir forgangsefni, auk þess þyrfti að bæta skilvirkni og samræmingu löggjafarinnar. Megin tilgangur breytinganna er tvíþættur: Verndun íbúa Evrópusambandsins ásamt náttúrulegum vistkerfum til samræmis við stefnur um líffræðilega fjölbreytni (Biodiversity Strategy) og Framkvæmda áætlun um Enga Mengun (e. Zero Pollution Action Plan) en báðar þessar stefnur eru kjarninn í Græna aðgerðapakka Evrópusambandsins (e. European Green Deal). Að auka skilvirkni og draga úr stjórnsýslubyrði löggjafarinnar, til að gera ESB kleift að bregðast hraðar við hugsanlegri hættu. Mengandi efni í drykkjarvatni getur leitt til margvíslegra heilsufarsáhrifa til skemmri og lengri tíma. Efnin geta jafnframt haft skaðleg áhrif í vatnaumhverfinu, sem getur haft í för með sér neikvæðar breytingar á líffræðilegri fjölbreytni. Nauðsynlegt er að setja umhverfisgæðakröfur (EQS) í vatnshlotum sem styðja við strangari kröfur tengdar framleiðslu og losun í umhverfið, en slíkt dregur m.a. úrkostnaði við meðhöndlun á drykkjarvatni þar sem þess er þörf. Sértæk markmið breytinganna eru: Að uppfæra lista yfir mengunarefni sem hafa áhrif á yfirborðs- og grunnvatn með því að bæta við og fjarlægja efni og uppfæra núverandi gæðastaðla. Bæta vöktun blöndu efna (e. chemical mixtures) til að meta betur samlegðaráhrif og taka tillit til árstíðabundins breytileika í styrk mengunarefna. Samræma, þar sem það á við, hvernig tekið er á mengunarefnum í yfirborðs- og grunnvatni í öllum Evrópusambandslöndum. Tryggja hraðari samræmingu löggjafans þegar niðurstöður efnamælinga gefa tilefni til skjótra viðbragða. Bæta aðgengi, gagnsæi og endurnotkun gagna, draga úr stjórnsýslubyrði og bæta samræmi við víðtækari lagaramma Evrópusambandsins sem fjallar um mengandi efni. Tillagan er í fullu samræmi við aðra löggjöf um vatn. Tillaga um endurskoðun tilskipunar um hreinsun fráveitu í þéttbýli (UWWTD) hefur verið lögð fram samhliða þessari tillögu. Tillagan er einnig í samræmi við nýlega endurskoðaða tilskipun um drykkjarvatn (DWD), sem þarf að innleiða í öllum aðildarríkjum Evrópusambandsins fyrir janúar 2023. Með því að takast á við yfirborðs- og grunnvatnsmengun mun þessi tillaga vernda mikilvægar drykkjarvatnsauðlindir og draga úr meðhöndlunarkostnaði. Tillagan er einnig í samræmi við nýlegar tillögur framkvæmdastjórnarinnar um að endurskoða ráðstafanir Evrópusambandsins til að takast á við mengun frá stærri iðnaði sem, auk þess að víkka gildissvið tilskipunar um losun frá iðnaði (IED), leitast einnig við að bæta auðlindanýtingu og tryggja stjórnun og samþættingu gegnum starfsleyfi, m.a. með því að skýra reglur sem gilda um óbeina losun mengandi efna í vatn í gegnum skólphreinsistöðvar í þéttbýli.Tillagan er hluti af vinnuáætlun framkvæmdastjórnarinnar árið 2022 og er lykil markmið í aðgerðaáætluninni um „núllmengun“ (e. Zero Pollution Action Plan) sem er hluti af European Green Deal samningnum, en öll markmið samningsins miða að því að tryggja að markmiðum hans sé náð á sem árangursríkastan og minnst íþyngjandi hátt, í samræmi við meginregluna um að valda ekki verulegum skaða (e. „do no significant harm“ principle).Mikill breytileiki hefur verið milli aðildarríkja hvað varðar aðferðarfræði og viðmiðunargildi fyrir mengunarvalda sem hafa sérstaklega verið skilgreindir sem vandamál innan vatnaumdæmanna (e. river basin specific pollutants). Hingað til hafa sérstakir mengunarvaldar sem hafa verið skilgreindir innan aðildarríkjanna og teljast ekki til forgangsefna samkvæmt vatnatilskipun haft eigin umhverfisgæðakröfur innan hvers lands og verið notaðir til stuðnings vistfræðilegu ástandsmati yfirborðsvatnshlota og við mat á efnafræðilegu ástandi grunnvatnshlota. Þetta hefur leitt til þess að erfitt hefur verið að bera saman ástand vatnshlota milli aðildarríkja. Það er því mikilvægt að gefa framkvæmdastjórn Evrópusambandsins aukið vald til að samræma, setja reglur og umhverfisgæðakröfur fyrir þau efni sem hafa verið metin varasöm innan aðildarríkjanna. Þannig er hægt að samræma túlkun á efnafræðilegu ástandi vatns þar sem þau efni sem eru ekki á forgangsefnalistanum en metin sérstaklega hjá aðildaríkjunum eru tekin með í mati á ástandi.Farið hefur verið markvisst yfir lista forgangsefna sem er í Part A í Annex I tilskipun um umhverfisgæðakröfur (2008/105/EC) með það að leiðarljósi að fjarlægja út þau efni sem ekki eru talin lengur standa ógn af í allri Evrópu (e. Union wide concern) og bæta inn öðrum efnum sem hafa aftur á móti vakið áhyggjur og sjónir þurfa að beinast að. Þau efni sem eru tekin út af forgangsefnalistanum fara hinsvegar á lista yfir sérstaka mengunarvalda í Part C í Annex II í tilskipun um umhverfisgæðakröfur (2008/105/EC) ásamt skilgreindum umhverfisgæðakröfum. Þar sem þau efni eru ekki lengur talin áhyggjuefni í allri Evrópu geta aðildarríkin sett þá á lista yfir sérstök mengandi efni hjá hverju aðildarríki, ef ríkin telja þörf á því. Þó nokkrar breytingar eru gerðar bæði á forgangsefnalistanum sem og lista yfir mengandi efni sem á að mæla í grunnvatni. Helstu breytingar eru fjölgun á mengandi efnum sem á að mæla í grunnvatni ásamt viðmiðunarmörkum fyrir þau efni. Má þar nefna PFAS efni, lyfjaleiyfar, iðnaðarefni og plöntuvarnarefni. Jafnframt er töluverð fjölgun efna á forgangsefnalista ásamt breytingum á viðmiðunarmörkum (umhverfisgæðakröfum).Mikil þörf er á því að samræma umhverfisgæðakröfur fyrri mengandi efni í grunnvatni milli aðildaríkja Evrópusambandsins svo hægt sé að bera saman efnafræðilegt ástand milli ríkjanna. Þannig felur breytingin í sér nýjan Part D í Annex II í grunnvatnstilskipun (2006/118/EC). Þörf er á að samræma umhverfisgæðakröfur efnanna trichloroethylene og tetrachloroethylene í grunnvatni þar sem borið hefur á því að aðildarríkin hafi ólíka aðferðarfræði og viðmið þegar kemur að þessum efnum. Nýjar umhverfisgæðakröfur þessara efna eiga að vera í samræmi við viðmið þeirra sem eru sett fram í nýrri drykkjarvatnstilskipun ((EU) 2020/2184).Sett er fram mikilvægi þess að framkvæmdarstjórn Evrópusambandins fái lagalegt umboð til að breyta viðaukum til að stuðla að samræmingu milli aðildarríkjanna og betri innleiðingu tilskipanna. Jafnframt fá Umhverfisstofnun Evrópu (EEA) og Evrópska Efnastofnunin (ECHA) stærra hlutverk við þessa breytingu þar sem gert er ráð fyrir því að flæði og gæði gagna muni aukast. Gert er ráð fyrir því að þær upplýsingar og gögn sem þarf að afla vegna framfylgdar þessara breytinga munu að mestu koma gegnum gagnaskil vegna vatnaáætlunar.
Staða innan stjórnsýslunnar
| Stofnun hefur lokið yfirferð | Já |
|---|---|
| Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar | Ekki þörf á aðlögun |
| Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar | Nei |
| Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB | Nei |
Innleiðing
| Innleiðing | Reglugerð - breyting eða ný |
|---|---|
| Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta |
• Reglugerð nr. 535/2011 um flokkun vatnshlota, eiginleika þeirra, álagsgreiningu og vöktun • Reglugerð nr. 797/1999 um varnir gegn mengun grunnvatns • Reglugerð nr. 536/2001 um neysluvatn • Reglugerð nr. 796/1999 um varnir gegn mengun vatns Ekki fullkomlega ljóst hvort breyta þurfi lögum nr. 36/2011 um stjórn vatnamál, það er þó ólíklegt. |
| Staða innleiðingarvinnu | Innleiðing í vinnslu |
Samráð
| Samráð | Nei |
|---|
Áhrif
| Nánari útskýring á kostnaði, þ.á.m. á hvern hann fellur | Líklega mun verða aukinn kostnaður við efnagreiningu sýna þar sem efnum hefur fjölgað til greiningar bæði í grunnvatni og yfirborðsvatni. Kostnaðurinn ætti þó að miklu leyti að falla á mengandi fyrirtæki gegnum starfsleyfi og vöktunaráætlanir. Í einhverjum tilfellum er þó vandkvæðum bundið að leggja greiningarkostnað á einn ákveðinn aðila þar sem vatnshlot geta verið tengd margskonar starfsemi og dreifðum uppsprettum. Aukinn kostnaður gæti því lagst á Umhverfisstofnun vegna yfirlitsvöktunar í upphafi við greiningar á þeim efnum sem bæst hafa við forgangsefnalistann og listann fyrir mengandi efni í grunnvatni. |
|---|---|
| Áætlaður kostnaður hins opinbera | Ekki vitað |
Vinnslustig (pipeline stage)
| COM numer | COM(2022) 540 |
|---|---|
| Dagsetning tillögu ESB | |
| Dagsetning tillögu |
