32023R0564
Commission Implementing Regulation (EU) 2023/564 of 10 March 2023 as regards the content and format of the records of plant protection products kept by professional users pursuant to Regulation (EC) No 1107/2009 of the European Parliament and of the Council

Þýðing EES-gerðar birtist hér á íslensku við upptöku í EES-samninginn og birtingu í EES-viðbæti.

Gerð ekki til á íslensku
-
Tillaga sem gæti verið EES-tæk
-
Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum
-
Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun
-
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi
-
Tekin upp í EES-samninginn og í gildi
-
Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi
Staða og svið tillögu/gerðar
Staða tillögu/gerðar | ESB gerð í skoðun hjá Íslandi, Liechtenstein og Noregi til upptöku í EES-samninginn |
---|---|
Svið (EES-samningur, viðauki) | 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.15 Hættuleg efni |
Almennar upplýsingar
Útdráttur
Með þessari reglugerð eru settar fram reglur um innihald og framsetningu fyrir skrár yfir plöntuverndarvörur sem notaðar eru í atvinnuskyni skv 1. mgr. 67. gr. í reglugerð (EB) nr. 1107/2009.
Vakin er athygli á því að vísað er til reglugerðar (ESB) nr. 2022/1173 sem ekki hefur verið tekin upp í EES samninginn, en tilvísunin kemur fram m.a. í 2. mgr. 1. gr. og í viðauka við þessa reglugerð. Í 2. gr. er tilvísun í tilskipun (ESB) nr. 2019/1024, en sú tilskipun hefur verið samþykkt af sameiginlegu nefndarinnar en hefur ekki enn verið tekin upp í EES-samninginn né öðlast gildi þar sem beðið er afléttingar stjórnskipulegs fyrirvara.
Reglugerðin tók gildi á 20. degi eftir birtingu hennar í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins og kemur til framkvæmda 1. janúar 2026.
Vakin er athygli á því að vísað er til reglugerðar (ESB) nr. 2022/1173 sem ekki hefur verið tekin upp í EES samninginn, en tilvísunin kemur fram m.a. í 2. mgr. 1. gr. og í viðauka við þessa reglugerð. Í 2. gr. er tilvísun í tilskipun (ESB) nr. 2019/1024, en sú tilskipun hefur verið samþykkt af sameiginlegu nefndarinnar en hefur ekki enn verið tekin upp í EES-samninginn né öðlast gildi þar sem beðið er afléttingar stjórnskipulegs fyrirvara.
Reglugerðin tók gildi á 20. degi eftir birtingu hennar í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins og kemur til framkvæmda 1. janúar 2026.
Nánari efnisumfjöllun
Samkvæmt 1. mgr. 67. gr. í reglugerð (EB) nr. 1107/2009 skulu þeir sem nota plöntuverndarvörur í atvinnuskyni halda skrá þar sem fram kemur heiti plöntuverndarvöru, notkunartími og skammtur, svæði og nytjaplanta sem plöntuverndarvaran var notuð á. Komið hefur í ljós að misjafnlega er staðið að skráningunni á milli aðildarríkja. Til þess að tryggja fullnægjandi og samræmd gæði skráahalds á vettvangi sambandsins er nauðsynlegt að setja fram reglur um hvernig það skuli fara fram.Þeir sem nota plöntuverndarvörur í atvinnuskyni skulu halda skrá sem inniheldur þær upplýsingar sem fram koma í viðauka við þessa reglugerð. Skrá skal upplýsingar um hverskonar notkun er að ræða, heiti plöntuverndarvöru, notkunartíma, skammta, staðsetningu eða auðkenningu á meðhöndluðu svæði, stærð meðhöndlaðs svæðis og nytjaplöntu eða landnotkun.Ef ekki er unnt að skrá staðsetningu á meðhöndluðu svæði með landupplýsingakerfum sem eru nú þegar í notkun í landbúnaði, skulu aðildarríki koma á fót öðrum aðferðum við að skrá staðsetningu. Slíkar aðferðir skulu gera notendum kleift að auðkenna meðhöndlað svæði og staðsetningu með landupplýsingum eftir því sem á við.Aðildarríki skulu gera aðgengilegar upplýsingar um almenn heiti nytjaplantna, aðstæður eða landnotkun í samræmi við EPPO kóða og vaxtarstig nytjaplantna í samræmi við BBCH einefnisrit (monograph).Aðildarríki geta krafist skráningar á öðrum upplýsingum en þeim sem fram koma í 1. mgr. 67. gr. í reglugerð (EB) nr. 1107/2009.Þeir sem nota plöntuverndarvörur í atvinnuskyni skulu halda skrár á rafrænan hátt á tölvulæsilegu formi eins og skilgreint er í 13. mgr. 2. gr. í tilskipun (ESB) nr. 2019/1024.Skráning skal eiga sér stað án ástæðulausrar tafar. Ef upplýsingar eru ekki skráðar á rafrænan hátt þegar notkun á sér stað, skulu þær skráðar á rafrænan hátt eigi síðar en 30 dögum frá notkun plöntuverndarvörunnar. Aðildarríki geta ákvarðað styttri tíma fyrir skráningu upplýsinga.Lögbært yfirvald getur gert kröfu um upplýsingar sem falla undir skráninguna og skulu þeir sem nota plöntuverndarvörur í atvinnuskyni veita upplýsingarnar án ástæðulausrar tafar. Þeir sem nota plöntuverndarvörur í atvinnuskyni og hafa gert samning við annan lögaðila, skulu veita veita honum aðgang eða afrit af skráningunni.
Staða innan stjórnsýslunnar
Stofnun hefur lokið yfirferð | Já |
---|---|
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar | Ekki þörf á aðlögun |
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar | Nei |
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB | Nei |
Innleiðing
Innleiðing | Reglugerð - breyting eða ný |
---|---|
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta |
Innleiða þarf þessa framkvæmdarreglugerð með tilvísunaraðferð með því að breyta reglugerð nr. 544/2015 um plöntuverndarvörur. Breyta þarf 18. gr. í reglugerð nr. 677/2021 um meðferð plöntuverndarvara og útrýmingarefna. Lagaheimild er í 3. tölul. 1. mgr. 11. gr. efnalaga nr. 61/2013. |
Staða innleiðingarvinnu | Innleiðing ekki hafin |
Samráð
Samráð | Nei |
---|
Áhrif
Nánari útskýring á kostnaði, þ.á.m. á hvern hann fellur |
Útbúa þarf nýjan gagnagrunn og mun aukinn kostnaður falla til á stjórnvöld vegna þeirrar vinnu. Að öðrum kosti þarf að kanna leiðir að samstarfi um notkun gagnagrunna sem nú þegar eru notaðir við skráningu upplýsinga í landbúnaði og garðyrkju en þá má einnig gera ráð fyrir að aukinn kostnaður komi til með að falla á stjórnvöld vegna samstarfs, samninga og nauðsynlegri uppfærslu á gagnagrunninum til að hann nýtist fyrir skráningu á allri notkun plöntuverndarvara í atvinnuskyni. Gera þarf ráð fyrir reglulegu viðhaldi á gagnagrunninum og að útbúa þurfi leiðbeiningar um notkun gagnagrunnsins fyrir notendur. Einnig má gera ráð fyrir auknum kostnaði vegna útgáfu upplýsinga um almenn heiti nytjaplantna, aðstæður eða landnotkun í samræmi við EPPO kóða og vaxtarstig nytjaplantna í samræmi við BBCH einefnisrit (monograph), sem stjórnvöld skulu gera aðgengilegar fyrir notendur í atvinnuskyni. |
---|---|
Áætlaður kostnaður hins opinbera | Aukakostnaður |
Mat á áhrifum og sérstökum hagsmunum Íslands |
Reglugerð þessi hefur bæði áhrif á stjórnvöld og þá sem nota plöntuverndarvörur í atvinnuskyni (notendaleyfisskyldar vörur sbr. reglugerð nr. 677/2021 um meðferð plöntuverndarvara og útrýmingarefna). Með reglugerðinni er verið að gera ítarlegri kröfur um skráningu yfir notkun plöntuverndarvara miðað við fyrri kröfur. Einnig er verið að setja fram þá kröfu að skráningin skuli vera með rafrænum hætti. Stjórnvöld skulu koma á fót gagnagrunni fyrir rafræna skráningu yfir notkun plöntuverndarvara í atvinnuskyni eða koma á samstarfi um notkun á gagnagrunnum sem eru nú þegar notaðir við skráningu upplýsinga í landbúnaði og garðyrkju. Gæta þarf þess að unnt verði að skrá notkun plöntuverndarvara í allri þeirri starfsemi sem við á. Dæmi um starfsemi þar sem notkun plöntuverndarvara í atvinnuskyni á sér stað er t.a.m. í landbúnaði og garðyrkju, garðaúðun, á íþrótta- og golfvallarsvæðum o.fl. Stjórnvöld skulu útbúa og gera aðgengilegar upplýsingar um almenn heiti nytjaplantna, aðstæður eða landnotkun í samræmi við EPPO kóða og vaxtarstig nytjaplantna í samræmi við BBCH einefnisrit (monograph), sem notendur geta haft til hliðsjónar við skráningu. Notendur plöntuverndarvara í atvinnuskyni þurfa að skrá ítarlegar upplýsingar um notkun plöntuverndarvara á rafrænan hátt, sbr. viðauka við þessa reglugerð. Skráning í gagnagrunninn mun verða nýtt til þess að útbúa eftirlitsáætlum um notkun plöntuverndarvara í atvinnuskyni. |
Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB
CELEX-númer | 32023R0564 |
---|---|
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB | |
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB | OJ L 74, 13.3.2023, p. 4 |
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB |
Vinnslustig (pipeline stage)
Dagsetning tillögu ESB | |
---|---|
C/D numer | D083152/05 |
Dagsetning tillögu | |
Samþykktardagur i ESB |