Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2024/1735 frá 13. júní 2024 um að koma á ramma ráðstafana til að styrkja vistkerfi losunarhlutlausrar tækniframleiðslu í Evrópu og breytingu á reglugerð (ESB) 2018/1724 - 32024R1735

Regulation (EU) 2024/1735 of the European Parliament and of the Council of 13 June 2024 on establishing a framework of measures for strengthening Europe’s net-zero technology manufacturing ecosystem and amending Regulation (EU) 2018/1724


iceland-flag
Þýðing EES-gerðar birtist hér á íslensku við upptöku í EES-samninginn og birtingu í EES-viðbæti.
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð í skoðun hjá Íslandi, Liechtenstein og Noregi til upptöku í EES-samninginn
Svið (EES-samningur, viðauki) 10 Almenn þjónusta

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Þann 29. júní 2024 tók gildi reglugerð sem mælir fyrir um aðgerðir Evrópusambandsins til að styrkja kolefnishlutlausan iðnað (Net Zero Industry Act). Reglugerðin er liður í því að tryggja að Sambandið nái markmiði sínu í loftslagsmálum og stuðla að orkuöryggi innan sambandsins. Í því felst m.a. að minnka stjórnsýslubyrði við þróun kolefnishlutlausrar tækni svo sem með því að einfalda leyfisveitingarferli sem framleiðendur þurfa að fara í gegnum.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið reglugerðarinnar er að bæta virkni innri markaðarins með því að búa til ramma til að tryggja aðgang Sambandsins að öruggri og sjálfbærri kolefnishlutlausari tækni, þ.m.t. að stækka framleiðslugetu hennar og birgðakeðju hennar. Það á að vera gert samhliða því að ná loftslagsmarkmiðum Sambandsins og markmiðinu um kolefnishlutleysi.Ísland er ekki skuldbundið af markmiðum ESB um kolefnishlutleysi og orkuöryggi. Þrátt fyrir það hefur Ísland ákveðið að skuldbinda sig með Noregi og ESB að draga úr losun skv. Parísarsamningnum sameiginlega og hafa reglugerðir (ESB) 2018/842 og reglugerð (ESB) 2018/841 verið teknar upp í EES-samninginn með bókun 31.Til að stuðla að markmiði ESB um kolefnishlutleysi vill Evrópusambandið gera þeim sem þróa kolefnishlutlausa tækni auðveldara fyrir. Í því felst m.a. að draga úr stjórnsýslubyrði sem felst til að mynda í leyfisveitingu. Tæknin sem fellur m.a. undir gerðina er kolefnisföngun og geymsla. Þá er sett einsleitt markmið um kolefnisgeymslu innan EES.Reglugerðin setur markmið um að framleiðslugeta með kolefnishlutleysi uppfylli að minnsta kosti 40% af árlegum þörfum ESB fyrir dreifingu árið 2030, sem veitir framleiðendum og fjárfestum fyrirsjáanleika, vissu og merki til lengri tíma litið. Þá mælir reglugerðin jafnframt fyrir um það markmið að fyrir árið 2030 skuli sambandið ná að minnsta kosti 50 milljón tonnum af árlegri geymslugetu á koldíoxíð á geymslusvæðum innan ESB og efnahagslögsögu þess auk EES. Aðlaga þyrfti þetta markmið að EES. Jafnframt kveður reglugerðin á um forgang framleiðsluverkefna um kolefnishlutlausa tækni og stefnumiðuð kolefnishlutleysisverkefni. Í því felst að einfalda leyfisveitingarferli innan stjórnsýslunnar sem er jákvætt fyrir tækni sem stuðlar að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og gæti því gerðin átt heima undir kafla 3 um loft undir XX. viðauka EES-samningsins. Einn tengiliður (Single point of contact)Reglugerðin gerir þá ráð fyrir að aðildarríkin tilgreini eina eða fleiri stofnanir sem sjá um að auðvelda og samþætta leyfisveitingarferli fyrir framleiðsluverkefni kolefnishlutlausrar tækni, þ. á m. stefnumiðuð kolefnishlutleysisverkefni, og veita ráðgjöf til að draga úr stjórnsýslubyrði. Þessi stofnun/anir eiga að vera tengiliður/ir framkvæmdaaðila við stjórnvöld í leyfisveitingaferlinu. Aðgangur almenningsAðildarríkin þurfa að tryggja að upplýsingar um ferlið séu aðgengilegar í samræmi við 7. gr. reglugerðarinnar t.d. upplýsingar um tengilið, leyfisveitingarferlið og möguleikar á fjármögnun eða styrkjum frá ríkinu eða ESB. LeyfisveitingarferliðSamkvæmt reglugerðinni þýðir leyfisveitingarferlið öll viðeigandi leyfi til að byggja, stækka, breyta og reka framleiðsluverkefni kolefnishlutlausrar tækni og stefnumiðuð kolefnishlutleysisverkefni. Mat á umhverfisáhrifum er jafnframt hluti af leyfisveitingarferlinu.Í reglugerðinni eru sett tímamörk á leyfisveitingaferlið fyrir framleiðsluverkefni kolefnishlutlausrar tækni og stefnumiðuð kolefnishlutleysisverkefni en starfsleyfisvinnslan skal vera styttri þegar um stefnumiðuð kolefnishlutleysisverkefni er að ræða og skal aðildarríkið viðurkenna verkefnið sem algjört forgangsmál. Sé framleiðsluverkefni kolefnishlutlausrar tækni háð mati á umhverfisáhrifum er skylda að hafa málsmeðferðina varðandi leyfisveitingu samþætta umhverfismatinu í stað þess að það sé heimilt. Allur ágreiningur sem borinn er fyrir úrskurðarnefndir og dómstóla varðandi stefnumiðað kolefnishlutleysisverkefni skal vera talinn áríðandi. Verði gerðin tekin upp í EES-samninginn þarf að tryggja að stjórnsýslan og sveitarfélög séu undir það búin og nægilega fjármögnuð til þess að þessi tímamörk geti verið raunhæf. Skoða þarf hvort Ísland sé tilbúið að hafa skilgreininguna á leyfisveitingarferlinu jafn víða t.d. að innifela tengivirki. SkipulagSkipulag skal taka mið af, þegar það er viðeigandi, ákvæði til að þróa framleiðsluverkefni kolefnishlutlausrar tækni auk stefnumiðaðra kolefnishlutleysisverkefna, sbr. 11. gr. reglugerðarinnar. Hröðunardalur fyrir kolefnishlutleysi (Net-zero Acceleration Valleys)Aðildarríkin mega ákveða hvort þau vilji tilgreina dali sem er sérstakt svæði til að flýta kolefnishlutlausum iðnaði og þá sérstaklega flýta innleiðingu á kolefnishlutlausum tækniframleiðsluverkefnum. Um væri að ræða stað líkt og Silicon Valley þar sem nýsköpunarfyrirtæki koma saman á tilteknu svæði til að tryggja frekari straumlínulögun. Um er að ræða valfrjálst ákvæði sem Ísland þarf ekki að innleiða sé það ekki tilbúið til þess. Á Íslandi er skipulagsvaldið hjá sveitarfélögum en ríkið gæti þó samið við sveitarfélag um að koma á fót slíkum dal fyrir kolefnishlutlausan iðnað (nýsköpun). Í 17. gr. tilskipunarinnar er fjallað um skyldu aðildarríkja sem setja slíkan dal upp til að gera áætlun til að laða atvinnurekstur að staðsetningunni. Niðurdæling koldíoxíðsÍ kafla 3 er fjallað um geymslugetu koldíoxíðs en þar er m.a. fjallað um markmið ESB, aðgang almennings um möguleg geymslusvæði og upplýsingagjöf til framkvæmdastjórnarinnar. Sé gerðin tekin upp í EES-samninginn þarf að semja um hvort EES-EFTA ríkin taki þátt í 50 milljóna tonna markmiðinu með ESB eða hvort markmiðið skuli hækkað þar sem Ísland og Noregur eru leiðandi í geymslu koldíoxíðs (CCS). Þá þarf að semja um aðlögun á tímafrestum í kaflanum t.d. sem eru í 21. gr. Í 22. gr. reglugerðarinnar er fjallað um flutningsmannvirki fyrir koldíoxíð en þar kemur fram í 3. mgr. að ef koldíoxíð er fangað og flutt frá aðildarríki til annars aðildarríkis þá eigi að samræma aðgerðir sem eru teknar af aðildarríkjunum. Framkvæmdastjórnin getur aðstoðað við samræmingu í gegnum CCS svæðishópa ef aðildarríkin biðja um það. Skoða þarf hvernig þetta ákvæði eigi að aðlaga t.d. ef um er að ræða flutning frá aðildarríki ESB til Íslands og þá hvort Framkvæmdastjórnin og ESA tækju bæði þátt í samræmingu. Í 23. gr. í kaflanum er jafnframt fjallað um „framlag olíu- og gasframleiðanda“ en leyfishafar skulu taka þátt í markmiði ESB um geymslu koldíoxíðs. Framlag þeirra er reiknað út frá hluta þeirra í framleiðslu á olíu og gasi. Á Íslandi hefur Orkustofnun veitt rannsóknar- og leitarleyfi skv. tilskipun 94/22/EB. Aðgangur að markaðiKafli 4 reglugerðarinnar mælir fyrir um aðgerðir sem miða að því að flýta fyrir aðgangi kolefnishlutlausrar tækni að markaði. Kaflinn er settur til að tryggja að ESB sé sjálfstætt og óháð þriðju ríkjum með því að setja reglur um opinber innkaup og fl. Æskilegt er að fjármálaráðuneytið skoði þennan kafla.Skoða þarf 26. og 28. gr. sem vísa í tilskipun (ESB) 2018/2001 sem hefur ekki verið tekin upp í EES-samninginn. Kolefnislaus akademíaÍ kafla 5 er gerð krafa á framkvæmdastjórnina að styðja við stofnun evrópskrar kolefnishlutlausrar akademíu sem sér m.a. um að þróa námskeið og fræðsluefni um kolefnishlutlausan iðnað fyrir hráefni auk þess að styðja við opinber lögbær yfirvöld sem sjá um leyfisveitingar. Æskilegt væri að Rannís og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið skoði þennan kafla. Nýsköpun og reglubundnir sandkassar („regulatory sandboxes“)Kafli 6 fjallar um nýsköpun. Í 26. gr. fjallar um reglubundna sandkassa sem eiga að stuðla að nýsköpun á kolefnishlutlausri tækni en í því felst m.a. að aðildarríkjunum sé heimilt eða eftir atvikum skylt að setja á stofn reglubundna sandkassa. Tilgangur sandkassanna er að prófa nýja kolefnishlutlausa tækni. Æskilegt væri að háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið skoði þennan kafla. Stjórnarhættir og stofnun evrópsks vettvangs fyrir kolefnishlutleysiÍ kafla 7 er fjallað um stjórnunarhætti. Með 38. gr. er stofnuð stofnun evrópsks vettvangs fyrir kolefnishlutleysi („The Net-Zero Europe Platform“) til að efla færni í kolefnishlutlausri tækni. Þessi vettvangur á að ræða um samstarf við þriðju ríki en framkvæmdastjórnin getur ekki farið í slíkar viðræður fyrir hönd EES/EFTA-ríkjanna. Með 40. gr. er einnig stofnaður ráðgjafahópur sem á að fjalla um reglubyrði á kolefnishlutleysi („Net-zero Regulatory Burden Scientific Advisory Group”). Óljóst er hvert hlutverk EES/EFTA-landanna og ESA eigi að vera á þessum vettvöngum en skoða þarf þetta sérstaklega. Líklega þarf að biðja um efnislegar aðlaganir í þessum kafla. Í 41. gr. er sett skylda á aðildarríki að taka mið af reglugerðinni við gerð orku- og loftslagsáætlunar ríkisins skv. 17. gr. reglugerðar (ESB) 2018/1999 en hún hefur ekki verið tekin upp í EES-samninginn. Líklega þarf að undanskilja 41. gr. sé reglugerðin tekin upp í EES-samninginn.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Tæknilegri aðlögun, Efnislegri aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Nei
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB Nei

Innleiðing

Innleiðing Lagasetning/lagabreyting
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lög nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Samráð

Samráð Nei
Hvaða hagsmunaaðilar Skipulagsstofnun, Orkustofnun, Landsnet, Dómssýslan, Mögulega fleiri stofnanir eða hagsmunaaðilar, Rannís

Áhrif

Nánari útskýring á kostnaði, þ.á.m. á hvern hann fellur Samkvæmt 7. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar skulu aðildarríkin tryggja að lögbæra yfirvaldið sem er ábyrgt fyrir öllu leyfisveitingarferlinu, ásamt málsmeðferðinni, hafi fullnægjandi fjölda faglegra starfsmanna. Auk þess þarf að tryggja að stofnunin hafi nægileg fjárhags- og tæknileg úrræði, þ.m.t. til endurmenntunar, til að stuðla að árangursríkum árangri í verkefnum sínum samkvæmt reglugerðinni. Að framangreindu virtu þarf að öllum líkindum að lágmarki 1,5 stöðugildi til að stuðla að framfylgd reglugerðarinnar hjá Umhverfisstofnun, skoða þarf fjölda stöðugilda hjá öðrum t.d. Skipulagsstofnun vegna 10. gr. reglugerðarinnar. Einnig þarf að gera grein fyrir því að þessi mál geta aukið álag hjá hinu opinbera þar sem umsóknir sem eru taldar falla undir reglugerðina sem kolefnishlutlaus tækni hefur forgang þannig það mun hafa áhrif á leyfisveitingar.

Þá skulu aðildarríkin tryggja aðgengi að upplýsingum á netinu og að umsækjendur geti jafnframt sótt um á netinu þannig að tryggja þarf fjármagn í tæknilausnirnar sem að reglugerðin mælir fyrir um.
Áætlaður kostnaður hins opinbera Aukakostnaður
Mat á áhrifum og sérstökum hagsmunum Íslands Gerðin getur haft jákvæð áhrif á nýsköpun en veldur auknu álagi á hið opinbera. Markmið reglugerðarinnar er að Evrópusambandið nái markmiði sínu um kolefnishlutleysi sem hefur verið lögfest innan ESB en Ísland er ekki skuldbundið af því markmiði. Skoða þarf hversu langt Ísland sé tilbúið að ganga við upptöku ákvæðanna í EES-samninginn. Stjórnsýslan á Íslandi er lítil og sveitarfélögin með mörg verkefni, skoða þarf hvort hið opinbera höndli tímafresti sem reglugerðin setur.

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32024R1735
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L, 2024/1735, 28.6.2024
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2023) 161
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB