Útdráttur
Settar hafa verið nokkrar reglugerðir af Evrópusambandinu þar sem reglum um flugumferð og flugrekstur og stjórnun á þeim er breytt. Þessar reglugerðir eru settar á grundvelli reglugerðar 2018/1139. Þar sem nokkuð af nauðsynlegum reglum áttu ekki við í nýju reglugerðunum eru þær reglur sem enn eru nauðsynlegar færðar yfir í reglugerð 2017/373 með þeim breytingum á þeirri reglugerð sem hér eru gerðar. Breytingin er að áður þurfti þjónustuveitandi í flugleiðsögu sem var að innleiða nýjan flugleiðsögubúnað í starfræna kerfið að skila rekstrarsamhæfiskjölum. Með þessari reglugerð fellur niður skyldan á þjónustuveitenda flugleiðsögu að tryggja að búnaður sé vottaður af EASA, eða að hann hafi yfirlýsingu um samhæfi eða hlítni af framleiðanda eða að sannreynt hafi verið að búnaður uppfyllti viðeigandi forskriftir eða hæfni. Innlend flugmálayfirvöld staðfesta þetta svo með samfelldu eftirliti. Kostnaður gæti orðið en einnig sparnaður á móti. Breytingin mun sjást grunni flugleiðsögugjalda.
Nánari efnisumfjöllun
Markmið sem að er stefnt: Markmið með gerðinni er að færa kröfur reglugerða sem settar voru á grundvelli reglugerðarinnar um rekstrarsamhæfi (EB) 552/2004 yfir í reglugerð (ESB) nr. 2017/373 um ATM/ANS. Reglugerðirnar sem um ræðir eru (EB) nr. 1032/2006, (EB) nr. 633/2007, (ESB) 2023/1769 og (EB) nr. 262/2009. Reglugerð 552/2004 hefur verið felld úr gildi.Settar hafa verið nokkrar reglugerðir af Evrópusambandinu þar sem reglum um flugumferð og flugrekstur og stjórnun á þeim er breytt. Þessar reglugerðir eru settar á grundvelli EASA-reglugerðarinnar 2018/1139. Þar sem nokkuð af nauðsynlegum reglum áttu ekki við í hinum reglugerðunum eru þær reglur sem enn eru nauðsynlegar færðar yfir í reglugerð 2017/373 með þeim breytingum á þeirri reglugerð sem hér eru gerðar.Reglugerð 2017/373 er breytt þannig að hún nær nú einnig yfir þær reglur sem eru í hinum þremur reglugerðunum. Í reglugerð 2017/373 er mælt fyrir um sameiginlegar kröfur fyrir veitendur rekstrarstjórnunar flugumferðar og flugleiðsöguþjónustu (ATM/ANS) og um starfsemi neta fyrir flugumferð, e. ATM network functions, fyrir almenna flugumferð og eftirlit með þeim.Efnisútdráttur: Nálgun reglugerðar (ESB) nr. 2017/373 er breytt. Áður báru þeir sem veittu þjónustu við kerfin sem um ræðir og settu þau upp auk flugmálayfirvalda í hverju landi ábyrgð á rekstrarsamhæfi búnaðar. Sú ábyrgð er nú færð frá þjónustuveitenda til framleiðanda. Samkvæmt reglugerð (ESB) 2023/1769 eru ATM/ANS kerfi og íhlutir í slík kerfi háð vottun eða yfirlýsingu frá þeim fyrirtækjum sem taka þátt í hönnun og framleiðslu á slíkum búnaði. Sú ábyrgð er með þessari gerð færð yfir til EASA, þ. e. a. s EASA er sett sem lögbært stjórnvald.Til að tryggja viðeigandi uppsetningu, prófanir og örugga notkun á slíkum búnaði og eftirlit með honum eru viðeigandi breytingar gerðar á reglugerð (ESB) 2017/373. Breytingarnar snúa að því að áður en ATM/ANS búnaður er samþættur í starfræna kerfið skal ATM/ANS veitandi tryggja eftirfarandi:(1) að nýr eða breyttur ATM/ANS búnaður sé vottaður af EASA í samræmi við framkvæmdareglugerð (ESB) 2023/1768 og framleiddur af viðurkenndu hönnunarfyrirtæki eða framleiðenda skv. reglugerð (ESB) 2023/1769 eða(2) að nýr eða breyttur ATM/ANS búnaður sé með yfirlýsingu um samþykki frá hönnunarfyrirtæki skv. reglugerð (ESB) 2023/1768 og framleiddur með viðurkenndri hönnun eða framleiðslu samkvæmt reglugerð (ESB) 2023/1769; eða(3) að nýr eða breyttur ATM/ANS búnaður sé gefinn út með yfirlýsingu um samræmi í samræmi við reglugerð (ESB) 2023/1768; eða(4) að ATM/ANS búnaður sem er ekki háður samræmismati samkvæmt reglugerð (ESB) 2023/1768 sé staðfestur í samræmi við viðeigandi forskriftir og hæfi.Jafnframt eru settar fram kröfur um Mode S svarratsjá en fram kemur í reglugerðinni að kröfur sem tengjast úthlutun Mode S spurnarkóða sem settar eru fram í reglugerð (EB) nr. 262/2009 eigi ekki við um þjónustu sem veitt er í samevrópska loftrýminu utan ICAO EUR svæðisins. Er það vegna staðbundinnar lítillar umferðar og landfræðilegrar stöðu þar sem loftrýmismörk ná eingöngu til loftrýmis undir ábyrgð ATM/ANS þjónustuveitenda ríkja utan Evrópusambandsins. Einnig má benda á að Ísland er ekki með Mode S radar og ekki á áætlun að setja að hann upp hér á landi.Kröfur sem tengjast fjarskiptum í lofti og á jörðu niðri með 8,33 kHz rásabili samkvæmt reglugerð (EB) 1079/2012 eiga samkvæmt gerðinni hvorki við um þjónustuveitendur í samevrópska loftrýminu á EUR svæðinu eins og það er skilgreint af Alþjóðaflugmálastofnuninni ICAO (Doc 7754) né um þjónustuveitendur í Canarias FIR/UIR þar sem staðbundnar aðstæður styðja ekki notkun krafnanna þar.Þá kveður gerðin á um sömu undanþágur frá skyldu til að breyta öllum tíðniúthlutunum í 8,33 kHz bil milli rása sem um getur í reglugerð (ESB) nr. 1079/2012. Vandamál tengd þéttni á tíðnibilinu, e. congestion of radio frequencies eiga ekki við á íslandi.Umsögn: helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Breytingin snýst um að áður þurfti þjónustuveitandi í flugleiðsögu sem var að innleiða nýjan flugleiðsögubúnað í starfræna kerfið að skila rekstrarsamhæfiskjölum, e. Declaration of Varification og Declaration of Suitibility of Use/Declaration of conformity. Með þessari reglugerð fellur niður skyldan á þjónustuveitenda flugleiðsögu að tryggja að búnaður sé vottaður af EASA, eða að hann hafi yfirlýsingu um samhæfi eða hlítni af framleiðanda eða að sannreynt hafi verið að búnaður uppfyllti viðeigandi forskriftir eða hæfni. Innlend flugmálayfirvöld staðfesta þetta svo með samfelldu eftirliti.Samgöngustofa þarfa að endurskoða eftirlitsverklag út frá nýrri reglugerð.Þessi reglugerð hefur áhrif á Isavia ANS og Isavia ohf. sem eru ATS þjónustuveitendur. Þeir þurfa að breyta verklagi sínu til samræmis við þessar breytingar.Þessi reglugerð hefur einnig óbein áhrif á Tern ehf. og Isavia ANS sem framleiðendur ATM/ANS búnaðar. Beinu áhrifin á þessi fyrirtæki koma fram í reglugerð (ESB) nr. 2023/1769.Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lagastoðin er 188. gr. laga um loftferðir nr. 80/2022.Rétt væri að innleiða reglugerðina með breytingu á reglugerð nr. 720/2019 um sameiginlegar kröfur fyrir veitendur þjónustu á sviði rekstrarstjórnunar flugumferðar/flugleiðsöguþjónustu og á sviði starfsemi neta fyrir rekstrarstjórnun flugumferðar og eftirlit með þeim.Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitarfélaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er: Kostnaður verður við innleiðingu þessarar reglugerðar þar sem meiri kröfur til framleiðenda gætu orðið til að hækka kostnað vegna búnaðar. Á móti kemur minni vinna fyrir þá sem veita flugleiðsöguþjónustu við gerð yfirlýsinga um samræmi eða nothæfi. Breyting á kostnaði mun í öllu falli endurspeglast í kostnaðargrunni flugleiðsögugjalda.Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: Nei.Tilgreining á hagsmunaaðilum: Isavia ANS og Isavia ohf. Framleiðendur búnaðar.Horizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: Nei.Þörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða: Nei.