Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/2463 frá 3. nóvember 2023 um birtingu notendahandbókar þar sem lýst er nauðsynlegum áföngum til aðildar í umhverfisstjórnunarkerfi Evrópusambandsins (EMAS) skv. reglugerð (EB) nr. 1221/2009 - 32023D2463
Commission Decision (EU) 2023/2463 of 3 November 2023 on the publication of the user’s guide setting out the steps needed to participate in the EU eco-management and audit scheme (EMAS) pursuant to Regulation (EC) No 1221/2009 of the European Parliament and of the Council
 
     
        
            Þýðing EES-gerðar birtist hér á íslensku við upptöku í EES-samninginn og birtingu í EES-viðbæti.
	    
        
Gerð ekki til á íslensku
- 
                              Tillaga sem gæti verið EES-tæk
- 
                              Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum
- 
                              Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun
- 
                              Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi
- 
                              Tekin upp í EES-samninginn og í gildi
- 
                              Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi
Staða og svið tillögu/gerðar
| Staða tillögu/gerðar | ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi | 
|---|---|
| Svið (EES-samningur, viðauki) | 20 Umhverfismál, 20.01 Almenn atriði | 
| Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) | 139/2024 | 
| Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu | |
| Staðfestur gildistökudagur | |
| Í gildi á EES-svæðinu | Já | 
Almennar upplýsingar
Útdráttur
Ákvörðunin felst í endurútgáfu á notendaleiðbeiningum sem lýsa nauðsynlegum áföngum til aðildar í umhverfisstjórnunarkerfi Evrópusambandsins (EMAS). Umhverfisstjórnunarkerfi eru meðal verkfæra sem félög og önnur fyrirtæki/stofnanir geta notað til að bæta árangur sinn í umhverfismálum og jafnframt sparað orku og aðrar auðlindir.
Nánari efnisumfjöllun
Notendahandbókin var upphaflega samþykkt af framkvæmdastjórninni árið 2013 með ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (tilkynnt með númeri C(2013) 1114) (2013/131/ESB) en henni hefur verið breytt í tvígang. Þar sem breytingar hafa verið gerðar var talið æskilegt að endurútgefa handbókina til að auka skýrleika.Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1221/2009 frá 25. nóvember 2009 um frjálsa aðild fyrirtækja/stofnana að umhverfisstjórnunarkerfi Bandalagsins (EMAS) var innleidd í íslenskan rétt með reglugerð nr. 334/2013.Eitt markmið í umhverfisstefnu ESB er að hvetja allar tegundir fyrirtækja/stofnana til að nota umhverfisstjórnunarkerfi og að draga úr umhverfisáhrifum sínum. Umhverfisstjórnunarkerfi eru meðal verkfæra sem félög og önnur fyrirtæki/stofnanir geta notað til að bæta árangur sinn í umhverfismálum og jafnframt sparað orku og aðrar auðlindir.Notendahandbókin varðandi umhverfisstjórnunarkerfi ESB var útbúin í samræmi við kröfurnar í 5. mgr. 46. gr. reglugerðar (EB) nr. 1221/2009.
Staða innan stjórnsýslunnar
| Stofnun hefur lokið yfirferð | Já | 
|---|---|
| Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar | Ekki þörf á aðlögun | 
| Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar | Já | 
| Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB | Já | 
Innleiðing
| Innleiðing | Engar laga- eða reglugerðabreytingar | 
|---|---|
| Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta | Óþarfi er að breyta lögum eða reglugerð en það gæti verið tilefni til að breyta reglugerð nr. 344/2013 um frjálsa þátttöku fyrirtækja og stofnana í umhverfisstjórnunarkerfi Evrópusambandsins (EMAS). Ákvarðanir sem hafa verið teknar upp í EES-samninginn, og hafa ekki verið innleiddar í landsrétt, eru ekki bindandi sem almennar reglur en þær geta samt sem áður haft þýðingu við skýringu og túlkun EES-réttar og við teljum þessar leiðbeiningar geta verið notaðar til skýringar og túlkunar á reglugerð (EB) nr. 1221/2009. Ef ákveðið væri að innleiða ákvörðunina væri tilvísunaraðferðin rétta aðferðin til innleiðingar en það er ekki skylda til að innleiða hana. | 
| Staða innleiðingarvinnu | Innleiðing ekki hafin | 
Samráð
| Samráð | Nei | 
|---|
Áhrif
| Áætlaður kostnaður hins opinbera | Ekki vitað | 
|---|---|
| Mat á áhrifum og sérstökum hagsmunum Íslands | Ekkert fyrirtæki eða stofnun er með EMAS vottun við gerð þessarar greiningar. | 
Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB
| CELEX-númer | 32023D2463 | 
|---|---|
| Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB | |
| Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB | OJ L, 2023/2463, 10.11.2023 | 
| Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB | 
Vinnslustig (pipeline stage)
| Samþykktardagur i ESB | 
|---|
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
| Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar | |
|---|---|
| Staðfestur gildistökudagur | |
| Tilvísun í EES-viðbæti | EEA Supplement No 72, 3.10.2024, p. 37 | 
| Tilvísun í stjórnartíðindi ESB | OJ L, 2024/2436, 3.10.2024 | 
Staða innleiðingar samkvæmt ESA
| Staða innleiðingar á Íslandi samkvæmt ESA | Hvít: Ekki þörf á laga- eða reglugerðabreytingum til að innleiða gerðina | 
|---|
