32025L0149

Commission Delegated Directive (EU) 2025/149 of 15 November 2024 amending the Annexes to Directive 2008/68/EC of the European Parliament and of the Council to take into account scientific and technical progress

  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.01 Flutningar á landi
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 140/2025
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Verið er að uppfæra viðauka við tilskipun 2008/68 um flutning á hættulegum efnum. Gerðin er að hluta til byggð á alþjóðlegum samningum sem uppfærðir eru á tveggja ára fresti. Ekki áhrif hér á landi. Ekki kostnaður.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Markmiðið með uppfærslu á viðaukum við tilskipun 2008/68/EB um flutning á hættulegum farmi á landi er að tryggja að reglur og kröfur um slíkan flutning haldist í takt við vísindalegar og tæknilegar framfarir. Slík uppfærsla á sér stað á tveggja ára fresti. Þessi síðasta uppfærsla tók gildi 1. janúar 2025.Uppfærslan felur í sér:•      Samræmingu við alþjóðlegar reglur: Tilvísanir í alþjóðlega samninga eru uppfærðar. Þetta á við um flutning á hættulegum efnum á vegum, þ.e. ADR, flutning á hættulegum efnum á járnbrautum, þ.e. RID og flutning á hættulegum efnum á skipgengum vatnaleiðum, þ.e. ADN. Þessir samningar eru endurskoðaðir reglulega með hliðsjón af nýrri þekkingu, framförum í öryggistækni og nýjasta mati á áhættu.•      Bætt öryggi í flutningum: Reglur um flutning á hættulegum farmi eru gerðar öruggari og skilvirkari til að draga úr hættu á slysum á fólki, mengun og skemmdum á umhverfi og eignum.•      Lögbundið jafnvægi innan ESB: Tryggt er að öll aðildarríki ESB hafi samræmdar reglur um innlenda flutninga á hættulegum farmi. Það auðveldar frjálsan flutning vöru yfir landamæri innan sambandsins.•      Aðlögun að tækninýjungum: Fella nýjungar inn í efni reglna um flutning á hættulegum efnum. Það á við um reglur um umbúðir, um flutningstækni og reglur um aðferðir til að tryggja að flutningskerfi séu áreiðanleg og uppfylli nýjustu kröfur.Þessar breytingar eru nauðsynlegar til að viðhalda háum stöðlum um öryggi- og skilvirkni í flutningum á hættulegum farmi innan ESB. Þær eru hluti af stöðugri þróun reglna á þessu sviði.Aðdragandi : ADR- (Agreement concerning the International Carriage of Dangerous Goods), RID- (Regulation concerning the International Carriage of Dangerous  Goods by Rail) og ADN (European Agreement concerning the International Carriage of Dangerous Goods by Inland Waterways)-samningarnir eru uppfærðir á tveggja ára fresti.Hlutar tilskipunar nr. 2008/68/EB hafa að geyma tilvísanir til þessara samninga, sem fjalla um flutninga á hættulegum farmi, hver á sínu sviði. þ.e. hluti I.1 í viðauka I (vegir), hluti II.1 í viðauka II (járnbrautir) og hluti III.1 í viðauka III (skipgengar vatnaleiðir.Breyta þarf viðaukum til samræmis við þær breytingar og felur tilskipun þessi í sér slíka breytingu. Aðildarríkin hafa aðlögunartíma til 30. júní 2025 til að setja lög og reglugerðir til að uppfylla kröfur tilskipunarinnar.Efnisútdráttur; Helstu breytingar sem tilskipunin hefur í för með sér eru þessar: Viðaukar I, II og III eru uppfærðir til að endurspegla nýjustu breytingar á alþjóðasamningunum ADR (vegaflutningar), RID (járnbrautarflutningar) og ADN (skipgengar vatnaleiðir).Þær breytingar sem voru samþykktar af aðilum að ADR, RID og ADN á tímabilinu 2022-2024 eru innleiddar. Þær tóku gildi frá 1. janúar 2025, með aðlögunartímabili fram til 30. júní 2025. Aðildarríkin skulu þannig samþykkja nauðsynleg lög og stjórnsýslufyrirmæli fyrir 30. júní 2025 og senda framkvæmdastjórninni texta ákvæðanna.Í stað hugtaksins „samningsríki“ í ADR, RID og ADN-samningunum er notað hugtakið „aðildarríki“ til að tryggja samræmingu innan ESB.Umsögn: helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Um er að ræða breytingar á alþjóðasamkomulagi um hættulega flutninga og hafa þær ekki sérstök áhrif á starfsemi Samgöngustofu þar sem stofnunin hefur ekki eftirlit með framkvæmd reglna um flutning á hættulegum farmi.Enginn flutningur á sér stað hér á landi með lestum eða skipgengum vatnaleiðum og því varðar breytingin hér á landi einungis reglurnar um flutninga á hættulegum farmi á vegum.Áhrifin eru aðallega varðandi tæknilegar útfærslur á ökutækjum hjá framleiðendum.Mögulega þarf Vinnueftirlitið að skoða með uppfærslu á sínu ADR námsefni.Þá þarf lögregla að kynna sér breytingarnar þar sem mögulega er um að ræða breytingu á framkvæmd við flutning á hættulegum farmi.Breytingar sem verða gerðar á lögum eða reglugerðum skal tilkynna til ESA og þær þurfa að koma til framkvæmda fyrir 30. júní 2025Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Innleidd með breytingu á reglugerð nr. 1077/2010 um flutning á hættulegum farmi með lagastoð í 4. mgr. 81. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitarfélaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er: Enginn kostnaður fyrir Samgöngustofu.Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: Vinnueftirlitið og lögregla.Tilgreining á hagsmunaaðilum: Framleiðendur ökutækja og þeir sem útbúa ökutæki til flutnings á hættulegum farmi (ekki gert hérlendis) og þeir sem flytja hættulega farm á vegum.Horizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: Nei.Þörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða: Ekki um það að ræða

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Alþingi hefur lokið mati sínu Á ekki við
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoð er 81. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 1077/2010 um flutning á hættulegum farmi á landi.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Samráð

Samráð Nei

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32025L0149
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L, 2025/149, 24.1.2025
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer C(2024)7874
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 61, 2.10.2025, p. 45
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2025/1849, 2.10.2025