Reglugerð sem breytir reglugerð ESB um aðlögun á úthlutun vegna breytinga á starfsemisstigi. - 32025R0772
Commission Implementing Regulation (EU) 2025/772 of 16 April 2025 amending and correcting Implementing Regulation (EU) 2019/1842 laying down rules for the application of Directive 2003/87/EC of the European Parliament and of the Council as regards further arrangements for the adjustments to free allocation of emission allowances due to activity level changes
Þýðing EES-gerðar birtist hér á íslensku við upptöku í EES-samninginn og birtingu í EES-viðbæti.

Gerð ekki til á íslensku
-
Tillaga sem gæti verið EES-tæk
-
Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum
-
Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun
-
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi
-
Tekin upp í EES-samninginn og í gildi
-
Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi
Staða og svið tillögu/gerðar
| Staða tillögu/gerðar | ESB gerð í skoðun hjá Íslandi, Liechtenstein og Noregi til upptöku í EES-samninginn |
|---|---|
| Svið (EES-samningur, viðauki) | 20 Umhverfismál, 20.03 Loft |
Almennar upplýsingar
Útdráttur
Um er að ræða reglugerð sem breytir framkvæmdarreglugerð ESB 2019/1842, sem sett var til beitingar tilskipunar ESB 2003/87.
Vegna breytinga á reglugerðum er tengjast reglugerð 2019/1842 um aðlögun endurgjaldslausra losunarheimilda vegna breytinga á starfsemisstigi hefur uppfærsla á reglugerðinni verið gerð. Aðallega er verið að skýra reglur og aðferðarfræði sem tengjast aðlögun á úthlutun heimilda fyrir undirstöðvar með eldsneytisviðmið (e. fuel benchmark sub-installation) til að auka hvata til að draga úr losun og tryggja samræmda framkvæmd ákvæða um bætta eða minnkaða orkunýtni.
Til að koma í veg fyrir óréttmæta úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda, er kveðið á um að lögbært stjórnvald geti frestað úthlutun losunarheimilda þar til ótvírætt er ljóst að ekki þarf að aðlaga úthlutun til starfsstöðvarinnar. Frestun á útgáfu heimilda ætti að vera skylda ef engin vottuð skýrsla um breytinga á starfsemisstigi er skilað inn eða skýrslan ekki talin fullnægjandi.
Aðilar sem fá skerta úthlutun skv. 22a. gr. reglugerðar ESB 2019/331 um úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda geta sótt um viðbótarúthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda og þurfa þá að skila inn kolefnishlutleysisáætlun, einnig þarf að skila inn vottaðri kolefnishlutleysisskýrslu þar sem sýnt er fram á milli markmið og áfangar hafi náðst. Hitaveitur sem sækja um viðbótarúthlutun þurfa að fjárfesta í aðgerðum til að ná loftslagshlutleysi og skila skýrslu um markmið og fjárhagslegar skuldbindingar ella þurfi starfstöðin að skila til baka úthlutuðum viðbótarheimildum.
Aðlögun að úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda mun ekki eiga sér stað ef aðlögunin telur 300 heimildir eða minna og ekki skal úthluta heimildum til undirstöðva sem ekki eru lengur starfræktar.
Tveir nýjir viðaukar koma inn er fjalla um útreikninga á bráðabirgða starfsemisstigi (Viðauki I) og lista yfir það sem kolefnishlutleysisskýrsla skal innihalda (Viðauki 2).
Vegna breytinga á reglugerðum er tengjast reglugerð 2019/1842 um aðlögun endurgjaldslausra losunarheimilda vegna breytinga á starfsemisstigi hefur uppfærsla á reglugerðinni verið gerð. Aðallega er verið að skýra reglur og aðferðarfræði sem tengjast aðlögun á úthlutun heimilda fyrir undirstöðvar með eldsneytisviðmið (e. fuel benchmark sub-installation) til að auka hvata til að draga úr losun og tryggja samræmda framkvæmd ákvæða um bætta eða minnkaða orkunýtni.
Til að koma í veg fyrir óréttmæta úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda, er kveðið á um að lögbært stjórnvald geti frestað úthlutun losunarheimilda þar til ótvírætt er ljóst að ekki þarf að aðlaga úthlutun til starfsstöðvarinnar. Frestun á útgáfu heimilda ætti að vera skylda ef engin vottuð skýrsla um breytinga á starfsemisstigi er skilað inn eða skýrslan ekki talin fullnægjandi.
Aðilar sem fá skerta úthlutun skv. 22a. gr. reglugerðar ESB 2019/331 um úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda geta sótt um viðbótarúthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda og þurfa þá að skila inn kolefnishlutleysisáætlun, einnig þarf að skila inn vottaðri kolefnishlutleysisskýrslu þar sem sýnt er fram á milli markmið og áfangar hafi náðst. Hitaveitur sem sækja um viðbótarúthlutun þurfa að fjárfesta í aðgerðum til að ná loftslagshlutleysi og skila skýrslu um markmið og fjárhagslegar skuldbindingar ella þurfi starfstöðin að skila til baka úthlutuðum viðbótarheimildum.
Aðlögun að úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda mun ekki eiga sér stað ef aðlögunin telur 300 heimildir eða minna og ekki skal úthluta heimildum til undirstöðva sem ekki eru lengur starfræktar.
Tveir nýjir viðaukar koma inn er fjalla um útreikninga á bráðabirgða starfsemisstigi (Viðauki I) og lista yfir það sem kolefnishlutleysisskýrsla skal innihalda (Viðauki 2).
Nánari efnisumfjöllun
1. GreinBreyting á 2. gr: Nýjar skilgreiningar settar inn fyrir meðaltal væntanlegs starfsemisstigs fyrir hverja undistöð og fyrir framleiðslulosun undirstöðva (process emission sub-installation). Breyting á 3. gr. Kröfur um að skýrsla um starfsemisstig (e. Activity level calculations - ALC skýrsla) skuli innhalda upplýsingar fyrir tvö síðustu ár fyrir skil á skýrslunni á árunum 2021 og 2026 (var áður bara 2021). Reglur um hvenær lögbært stjórnvald skal eða er heimilt að stöðva eða fresta úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda eru settar. Úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda skal ekki eiga sér stað ef vottaðri skýrslu um starfsemisstig er ekki skilað inn eða vottunaraðili hefur gert alvarlegar athugasemdir skv. b-lið, c-lið og d-lið 1. undirgreinar 1. mgr. 27. gr. reglugerðar ESB 2018/2067. Einnig hefur lögbært stjórnvald rétt á, þ.e. heimild til, að bíða með úthlutun endurgjaldslausar losunarheimilda þar til komið er á hreint að breytingar á starfsemisstigi muni ekki eiga sér stað. Teknar eru út kröfur um að rekstraraðilar skuli skila vottunarskýrslu á sama tíma og ALC skýrslu sem og leyfi lögbærs stjórnvalds til að krefjast skila á bráðabirgða ALC skýrslu en ekki telst þörf á því lengur þar sem úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda hefur verið færð frá 28. febrúar til 30. júní.Lögbært stjórnvald hefur ekki lengur leyfi til að gera íhaldssamt mat á gildi þegar ALC skýrslu hefur ekki verið skilað inn fyrir tímafrestinn, úthlutun losunarheimilda hefur ekki verið frestað og vottað gildi sem skilað var inn er ekki í samræmi við reglugerðir um endurgjaldslausar úthlutanir og aðlögun á þeim. Nýjum greinum er bætt við (3. gr. a, 3. gr. b, 3. gr. c, 3. gr. d) 3. gr. a - Endurheimt losunarheimilda þar sem aðili varð fyrir skerðingu á úthlutun í samræmi við 22. gr. a reglugerðar ESB 2019/331 um endurgjaldslausar úthlutunar losunarheimilda (FAR): Fjallar um endurheimt losunarheimilda ef aðili varð fyrir skerðingu á úthlutun heimilda í samræmi við 22. gr. a reglugerðar (ESB) 2019/311 a. Ef öll skilyrði eru uppfyllt er varðar tillögur úr orkunýtni úttektum eða vottuðum orkustjórnunarkerfum eða ef aðrar sambærilegar ráðstafanir hafa verið innleiddar innan ákveðins tímabils sem jafngildir þeim aðgerðum sem mælt er með í orkuúttekt getur rekstraraðili sent inn beiðni um að fá úthlutuðum þeim heimildum sem ekki fengust upphaflega vegna skerðingarinnar, en sú beiðni skal koma í tengslum við vottaða skýrslu um starfsemisstig. 3. gr. b – Kolefnishlutleysisáætlun: Rekstraraðilar sem skulu skila inn kolefnishlutleysisáætlun samkvæmt 22. gr. b. í reglugerð ESB 2019/331, skulu einnig skila inn vottaðri kolefnishlutleysis skýrslu fyrir 31. Mars 2026 og svo á fimm ára fresti eftir það. Framkvæmdastjórn ESB skal útbúa sniðmát fyrir skýrsluna sem rekstraraðilar skulu nota. 3. gr. c – Úthlutun viðbótar losunarheimilda vegna skerðingar á úthlutun skv. 1. mgr. 22. gr. b í reglugerð ESB 2019/331 (FAR) sem fjallar um skilyrði fyrir endurgjaldslausri úthlutun á grundvelli kolefnishlutleysisáætlunar: Sett eru fram skilyrði um skil á vottaðri kolefnishlutleysisáætlun og kolefnishlutleysis skýrslu innan tímafrests vegna úthlutunar heimilda sem skertar hafa verið. Slík úthlutun skal eiga sér stað fyrir öll ár viðkomandi úthlutunar tímabils. Þetta á við starfsstöðvar með vöruviðmið undirstöðvar þar sem magn losunar gróðurhúsalofttegunda vegna amk einnar af þessum vöruviðmiðum eru hærri en 80. hundraðshluti fyrir viðeigandi vöruviðmið vegna áranna 2016-2017. 3. gr. d - 30% viðbótarheimildir fyrir fjarvarma/hitaveitu.Settar eru fram kröfur um hvaða gögnum skal skila inn og hvaða skilyrði skal uppfylla vegna umsókna um 30% viðbótaheimildir fyrir rekstraraðila hitaveitu. Leggja þarf fram vottaða kolefnishlutleysiskýrslu sem sýnir fram á að skilyrði séu uppfyllt sem og að markmiðum í kolefnishlutleysisáætlun hafi verið mætt fyrir fimm ára tímabil. Hlutverk lögbærs stjórnvalds er að meta hvort gögnin teljist fullnægjandi og að tímamörk á skýrslum standist. Ef rekstraraðili hefur ekki náð að uppylla allar kröfur um markmið og fjárfestingar og skilar ekki af sér viðbótarheimildum þegar þess er krafist skal lögbært stjórnvald senda beiðni til landstjórnandi skráningakerfisins um að stöðva árlega úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda þar til rekstraraðili hefur skilað af sér viðbótarheimildunum. Aðildarríkin skulu upplýsa framkvæmdastjórn ESB um slíkar beiðnir. Breyting á 5. gr.: Orðalagi breytt lítillega til skýringar og tekið út að breyting á starfsemisstigi þurfi að nema a.m.k. 100 heimildum svo aðaðlögun eigi sér stað á úthlutun. Einnig hefur verið bætt inn að fyrir undirstöðvar með varmaviðmiðun, undirstöðvar með eldsneytisviðmið og losun frá framleiðsluferlum skal aðlögun endurgjaldslausra losunarheimilda vegna starfsemisstigs byggjast á meðaltali væntanlegs starfsemisstigs. Aðlögun skal einungis gerð fyrir hverja undirstöð ef algildi (absolute value) starfsemisstigsbreytingar er meira en 15%. Einnig er sett inn fyrir ofangreindar undirstöðvar að aðlögun á úthlutun skuli einungis eiga sér stað ef algildi mismunarins á milli meðalstarfsemisstigs og sögulegs starfsemisstigs (historical activity level - HAL) er yfir 5% bili (e. interval) umfram 15% breytinguna sem olli fyrri aðlögun með því að breyta úthlutun um nákvæma prósentubreytingu á meðal starfsemisstigi miðað við það HAL sem var upphaflega notað til að ákvarða endurgjaldslausa úthlutun. Settar eru fram reglur fyrir rekstraraðila sem getið er hér að ofan er varðar hvaða aðferðarfræði skal nota og er hún útlistuð í Viðauka I við reglugerð þá sem hér er til greiningar, sem og skyldu til að upplýsa CA um hvaða aðferðir eru notaðar í skýrslu um aðferðarfræði vöktunar. Bætt er við að ef undirstöð hættir starfsemi hefur hún ekki rétt á úthlutun það sem eftir er af því almanaksári sem starfseminni er hætt. Breyting á 6. gr.: Fjallar um aðrar breytingar á starfsstöðvum. Fyrstu þrjár málsgreinarnar eru fjarlægðar og þeirri fjórðu breytt og tekur á sömu skilyrðum og nefnd eru hér að ofan fyrir aðra starfsemi. Settar eru inn nýjar greinar (6. gr. a og 6. gr. b) 6. gr. a: Alger (e. absolute) þröskuldur fyrir aðlaganirnar: Aðlögun að úthlutun skal einungis eiga sér stað ef aðlögun á árlegum bráðabirgðafjölda losunarheimilda sem úthlutað er endurgjaldslaust til undirstöðva sé a.m.k. samtals 300 heimildir. 6. gr. b: Upplýsingagjöf til framkvæmdastjórnar ESB. Lögbær stjórnvöld skulu skila inn til Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins skýrslum rekstraraðila um starfsemisstig um leið og yfirferð lögbærs stjórnavalds er lokið. Viðauka 1 og 2 er bætt við:Viðauki 1: Inniheldur reglur um útreikninga á bráðabirgða starfsemisstigiViðauki 2: Inniheldur lista yfir þær upplýsingar sem skulu koma fram í skilum á kolefnishlutleysis skýrslu Grein Orðalag er lagað (vantaði eitt orð) GreinReglugerðin tók gildi í ESB í maí 2025hún gildir um úthlutanir sem varða tímabilið frá 1. Janúar 2026.
Staða innan stjórnsýslunnar
| Stofnun hefur lokið yfirferð | Já |
|---|---|
| Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar | Ekki þörf á aðlögun |
| Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar | Nei |
| Alþingi hefur lokið mati sínu | Nei |
| Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB | Nei |
Innleiðing
| Innleiðing | Lagasetning/lagabreyting |
|---|---|
| Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta |
Fjallað er um starfsemisstig í 6. og 7. mgr. 10. gr. laga nr. 96/2023 um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir. Í reglugerð 2025/772 eru vísanir í vottaðar kolefnishlutleysiskýrslur (e. climate-neutrality report), lagastoð vantar í lög nr. 96/2023 hvað varðar slíkar skýrslur. Eins og er þarf enginn íslenskur aðili að skila slíkri skýrslu. Að mati UOS væri eðlilegast að færa slíka lagastoð undir reglugerðarákvæði 10. gr. ETS laganna. Þegar þetta er skrifað er frumvarp fyrir Alþingi þar sem lagastoð er bætt inn í 10. gr. ETS laga fyrir kolefnishlutleysisáætlanir rekstraraðila, sem tengist skýrslunum. Þegar fullnægjandi lagastoð er fyrir hendi er mögulegt að innleiða gerðina með breytingu á reglugerð nr. 606/2021 um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir. Þá bendir stofnunin á að í 2. og 3. mgr. 1. gr. reglugerðar ESB 2025/772 eru vísanir í reglugerð ESB 2018/2067 og vottun á kolefnishlutleysisskýrslum. Ákvæðum er varða slíka vottun var bætt í reglugerð ESB 2018/2067 með reglugerð ESB 2025/1192, sú gerð hefur ekki verið tekin upp í EES samninginn þegar þetta er skrifað. |
| Staða innleiðingarvinnu | Innleiðing ekki hafin |
Samráð
| Samráð | Nei |
|---|
Áhrif
| Áætlaður kostnaður hins opinbera | Enginn |
|---|
Ábyrgðaraðilar
| Ábyrgt ráðuneyti | Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið |
|---|---|
| Ábyrg stofnun | Umhverfis- og orkustofnun |
Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB
| CELEX-númer | 32025R0772 |
|---|---|
| Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB | |
| Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB | OJ L, 2025/772, 22.4.2025 |
| Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB |
Vinnslustig (pipeline stage)
| Samþykktardagur i ESB |
|---|
