32008R0889

Commission Regulation (EC) No 889/2008 of 5 September 2008 laying down detailed rules for the implementation of Council Regulation (EC) No 834/2007 on organic production and labelling of organic products with regard to organic production, labelling and control


iceland-flag
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 889/2008 frá 5. september 2008 um ítarlegar reglur um framkvæmd reglugerðar ráðsins (EB) nr. 834/2007 um lífræna framleiðslu og merkingu lífrænna vara að því er varðar lífræna framleiðslu, merkingar og eftirlit
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.12 Matvæli
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 049/2017
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 889/2008 inniheldur ítarlegar reglur um lífræna framleiðslu sem byggja á þeim grunnkröfum sem settar eru fram í reglugerð (EB) nr. 834/2007. Reglugerðin skiptist í fimm bálka, þar af eru þrír sem innihalda efnislegar reglur. Þessir bálkar eru um framleiðslu, vinnslu, pökkun, flutning og geymslu á vörum, merkingar afurða og eftirlit. Hinir tveir bálkarnir innihalda annars vegar ákvæði um gildissvið og skilgreiningar og hins vegar ákvæði um upplýsingagjöf ríkja til framkvæmdastjórnarinnar.

Nánari efnisumfjöllun

Í I. bálki reglugerðarinnar er kveðið á um gildissvið hennar og settar fram skilgreiningar.
II. bálkur inniheldur reglur um framleiðslu, vinnslu, pökkun, flutning og geymslu á vörum. Þessar reglur ná til plöntuframleiðslu, búfjárframleiðslu og framleiðslu á unnum vörum. Auk þess eru reglur um aðlögun og framleiðslureglur í tilteknum undantekningartilvikum. Loks er kveðið á um gagnagrunn yfir fræ.
Í III. bálki eru reglur um merkingar. Þar er kveðið á um notkun evrópska merkisins um lífræna framleiðslu. Þá eru er sértækar kröfur gerðar varðandi merkingar fóðurs sem og ákvæði um aðrar sértækar merkingar.
Í IV. bálki er kveðið á um eftirlit. Fyrst eru settar lágmarkskröfur en síðan fjallað um eftirlit með tilteknum þáttum lífrænnar framleiðslu, s.s. plöntum og plöntuafurðum, búfé og búfjárafurðum, fóðurframleiðendum og vinnslu á afurðum. Einnig er kveðið á um eftirlit með innflutningi og eftirlit með einingum sem gera verktakasamninga við þriðju aðila.
Í V. bálki eru loks settar fram reglur um upplýsingagjöf ríkja til framkvæmdastjórnarinnar, umbreytingarákvæði, gildistöku og brottfall reglugerða sem þessi leysir af hólmi.

Við reglugerðina eru XIV viðaukar sem vísað er til í meginmáli reglugerðarinnar. Fjalla þær nánar um þætti s.s. áburð, plöntuvarnarefni, húsakost dýra og lágmarksyfirborðsflöt innan- og utanhúss, hámarksfjölda dýra á hektara, fóðurefni og fóðuraukefni, vörur til hreinsunar og sótthreinsunar,aukefni í matvælum, kennimerki lífrænnar ræktunar og fyrirmyndir yfir sönnunargögn og vottorð vegna framleiðslu.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Tæknilegri aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 889/2008 og allar breytingar á henni verða innleiddar með nýrri reglugerð. Lagastoð er að finna í lögum nr. 162/1994 um lífræna landbúnaðarframleiðslu og lögum nr. 93/1995 um matvæli.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Samráð

Samráð
Hvaða hagsmunaaðilar Vottunarstofan Tún| Bændasamtök Íslands| Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi
Niðurstöður samráðs Samráð var haft við hagsmunaaðila vegna þeirra aðlögunarkrafna sem óskað var eftir í upphafi frá Íslandi. Þessar aðlaganir vörðuðu merkingar, notkun heilgólfa eða hálms í sauðfjár- og geitahúsum og þéttleikakröfur í hólfum þeim, notkun fiskimjöls í fóður og þéttleika í bleikjueldi.
Að lokum var fallið frá aðlögunarkröfum þar sem hagsmunir af því að taka upp reglurnar þóttu miklir. Hagsmunaaðilar voru upplýstir við meðferð málsins og samráð haft við þá.

Áhrif

Nánari útskýring á kostnaði, þ.á.m. á hvern hann fellur Kostnaður fellur á Matvælastofnun við upptöu þessara reglna ESB um lífræna ræktun (þ.e. reglugerðir (EB) nr,. 834/2007, 889/2008 og 1235/2008, með breytingum). Stofnunin verður tilnefndur sem opinber eftirlitsaðili. Heimilt er að framselja eftirlit til annarra eftirlitsaðila en í þeim tilvikum þarf stofnunin að sinna verkefnum sem hún sinnir ekki í dag, t.d. að tryggja að aðrir eftirlitsaðilar starfi í samræmi við reglur og við að koma upplýsingum á framfæri við almenning. Áætlað er að stofnunin muni þurfa viðbótar stöðugildi til að sinna þessu.
Áætlaður kostnaður hins opinbera Aukakostnaður
Mat á áhrifum og sérstökum hagsmunum Íslands Áhrif: Ljóst er að upptaka reglnanna mun hafa áhrif á framleiðslu hér á landi. Það er mat sérfræðings hjá Vottunarstofunni Tún að krafan um notkun hálms eða heilgólfa mun valda því að margir sauðfjárbændur munu hætta í lífrænni framleiðslu auk þess sem lítil eða engin nýliðun verður á því sviði. Á móti er rétt að geta þess að ef kröfum er haldið til streitu þá er hætt við að lífrænt vottaðar sauðfjárafurðir fáist hvort eð er ekki viðurkenndar í Evrópu þar sem þær byggjast á eldri reglum ESB. Í kjölfarið verður kostnaðarsamt fyrir bændur að uppfylla skilyrði til að fá lífræna vottun en Landssamtök sauðfjárbænda hafa lýst yfir áhuga á að auka lífræna framleiðslu. Vottunarstofan Tún hefur talað fyrir því að einhver stuðningur verði veittur ef það er fallið frá þessari aðlögunarkröfu. Samkvæmt nýjum búvörusamningi eru ætlaðir auknir fjármuni til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum. Þeir nema 35 milljónum króna 2017 og haldast svipaðir næstu ár en lækka þó aðeins (sbr. 7. gr. rammasamnings um almenna styrki til landbúnaðar og viðauka við hann).Samkvæmt tölum frá 2014 voru 33 býli eða 1.27% í lífrænni framleiðslu með 102 mjólkurkýr (0,4%), 1640 kindur (0,3%) og 80 varphænur (0,05%).

Útflutningshagsmunir: Útflutningur hefur mestur verið með þörungaafurðir. Útflutningur á þessum vörum hefur farið vaxandi. Útflutningur nam 439 milljónum króna 2015 og stefndi hann í að vera 600 milljónir króna 2016 (556 milljónir eftir níu mánuði). Erfitt er þó að segja hversu mikil framleiðsla var lífræn en Þörungaverksmiðjan á Reykhólum hefur vottun til þeirrar framleiðslu og auglýsir hana á heimasíðu. Útflutningur hefur mestu verið til Noregs og Bandaríkjanna (26-27% af heildarútflutningi). Fiskimjöl er vottað sem aðföng til lífrænnar framleiðslu og selt en það byggist á öðrum reglum en þeim sem hér er fjallað um.

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Matvælaráðuneytið
Ábyrg stofnun Matvælastofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32008R0889
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 250, 18.9.2008, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 81, 29.11.2018, p. 7
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 305, 29.11.2018, p. 5