32015L2193

Directive (EU) 2015/2193 of the European Parliament and of the Council of 25 November 2015 on the limitation of emissions of certain pollutants into the air from medium combustion plants

  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 20 Umhverfismál, 20.03 Loft
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 183/2021
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Almennt
Tilskipun (ESB) 2015/2193 er hluti af „the Clean Air Policy Package“ framkvæmdastjórnar ESB frá 2013 (í því felast aðgerðir til að draga úr loftmengun) og brúar bilið milli tilskipunar (ESB) 2010/75 um losun mengunarefna frá iðnaði og tilskipunar 2009/125/EB varðandi orkutengdar vörur.
Með tilskipun (ESB) 2015/2193 eru settar fram reglur um losun á brennisteinsdíoxíði, köfnunarefnisoxíði og ryki út í andrúmsloftið frá meðalstórum brennsluverum (e. medium combustion plants). Einnig eru settar fram reglur um vöktun losunar á kolsýringi.

Nánari efnisumfjöllun

Samkvæmt 2. gr. tilskipunarinnar tekur hún til brennsluvera sem hafa nafnvarmaafl á bilinu 1 MW og að (minna en) 50 MW án tillits til tegundar eldsneytis sem notast er við. Jafnframt tekur tilskipunin til samsettra brennsluvera, í samræmi við 4. gr. hennar, þ.á.m. samsetningu þar sem nafnvarmaafl er jafnt eða meira en 50 MW að því tilskildu að slík samsetning teljist ekki til brennsluvers í samræmi við III. kafla tilskipunar (ESB) 2010/75 um losun mengunarefna frá iðnaði.
Þá er í 3. - 4. mgr. 2. gr. tilskipunarinnar talið upp hvers konar brennsluver, vinnslur og starfsemi falla utan tilskipunarinnar.
Í 4. gr. tilskipunarinnar er fjallað um vegið samansafn (e. aggregation) brennsluvera. Í tilfelli tveggja eða fleiri nýrra brennsluvera sem losa eða gætu losað í gegnum sameiginlegan farveg, skal líta á þau sem eitt brennsluver (að því er varðar tilskipunina).
Hér á landi gæti innleiðing tilskipunarinnar átt við um starfsemi varaaflstöðva sem hægt er að setja í gang þegar rafmagn fer af/orkuafhending er ekki til staðar.
Leyfi og skráning
Samkvæmt 5. gr. tilskipunarinnar skulu aðildarríki tryggja að ekkert meðalstórt brennsluver starfi án tilskilins leyfis eða skráningar. Þannig þurfa ný brennsluver að fá leyfi eða vera skráð áður en starfsemi er hafin. Undanskilin frá þessari skyldu eru brennsluver sem falla undir II. kafla tilskipunar (ESB) 2010/75 um losun mengunarefna frá iðnaði sem eru þá leyfisskyld eftir þeirri tilskipun.
Ákvæði reglugerðarinnar má finna stoð í íslenskum lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og reglugerð nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun. Þó þarf að breyta ákvæðum reglugerðum eins og nánar verður kveðið á um.
Losunarmörk
Um losunarmörk er fjallað í 6. gr. tilskipunarinnar og II. viðauka við hana. Losunarmörk eru mismunandi eftir því um hvaða tækni, eldsneyti og skráð nafnvarmaafl er að ræða sem og hvort um ræðir starfandi eða ný brennsluver. Ákveðnar undanþágur frá losunarmörkum er að finna í 6. gr. en Umhverfisstofnun leggur til að almenn ákvæði gerðarinnar um losunarmörk taki gildi á tilteknum degi á sama tíma fyrir alla.
Vöktun á losun
Í 7. gr. tilskipunarinnar og III. viðauka við hana er fjallað um vöktun á losun. Þar er m.a. fjallað um tíðni reglubundinna mælinga, sem er mismunandi eftir nafnvarmaafli brennsluvera; möguleika á mismunandi mælingum á brennisteinsdíoxíði og möguleika á því að fara fram á samfelldar mælingar.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Gerðin kallar á breytingar á eftirfarandi reglugerðum:
Reglugerð nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun: Breyta þarf a-lið tl. 9.1 í fylgiskjali 2 með reglugerðinni. Í stað þess að þar standi 2-10 MW þarf að standa 1-10 MW. Einnig þarf að innleiða viðauka I og viðauka II með tilskipuninni annað hvort með viðauka eða tilvísun (um upplýsingagjöf rekstraraðila og mengunargildi).
Reglugerð nr. 786/1999 um mengunarvarnareftirlit: Breyta þarf a-lið tl. 9.1 í fylgiskjali 2 með reglugerðinni. Í stað þess að þar standi 2-10 MW þarf að standa 1-10 MW.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Umhverfisstofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32015L2193
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 313, 28.11.2015, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2013) 919
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 10, 1.2.2024, p. 34
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2024/175, 1.2.2024