32017R0746

Regulation (EU) 2017/746 of the European Parliament and of the Council of 5 April 2017 on in vitro diagnostic medical devices and repealing Directive 98/79/EC and Commission Decision 2010/227/EU


iceland-flag
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/746 frá 5. apríl 2017 um lækningatæki til sjúkdómsgreiningar í glasi og um niðurfellingu á tilskipun 98/79/EB og ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2010/227/ESB
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.30 Lækningatæki
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 301/2019
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Reglugerðinni er ætlað að auka frekar gæði og öryggi lækningatækja innan Evrópu. Reglugerðin inniheldur þannig auknar kröfur til framleiðanda lækningatækja, t.d. varðandi klíníska eftirfylgni á tæki sem sett hefur verið á markað. Einnig er reglugerðinni ætlað að skerpa á kröfum sem lækningatæki þarf að uppfylla svo það öðlist CE-merkingu, og að skerpa á reglum sem gilda um eftirlit með lækningatækjum sem eru á markaði.

Nánari efnisumfjöllun

Megintilgangur reglugerðarinnar er að auka frekar gæði og öryggi lækningatækja á markaði með öryggi og hagsmuni sjúklinga og annarra notenda að leiðarljósi. Þannig eru gerðar auknar kröfur til framleiðanda lækningatækja, t.d. varðandi klíníska eftirfylgni á lækningatækjum á markaði. Skerpt er á þeim kröfum sem lækningatæki þarf að uppfylla þannig að það öðlist CE-merkingu. Reglugerðin inniheldur skýrari reglur um eftirlit með lækningatækjum sem eru á markaði. Auknar kröfur eru gerðar til klínískra rannsókna eða prófana á lækningatækjum, þ.m.t. um gæði gagna og aðgang að gögnum. EUDAMED gagngagrunninum er gefið meira vægi en áður með þessari reglugerð. Í grunninum eiga að koma ítarlegri upplýsingar m.a. um framleiðendur, lækningatæki og atvik sem varða öryggi þeirra. Almenningur og heilbrigðisstarfsmenn hafa aðgang að grunninum. Með þessum mun einnig aukast eftirlit með lækningatækjum. Í grunninn fara jafnframt upplýsingar um klínískar rannsóknir eða prófanir. Það er sett upp ákveðið auðkenniskerfi með reglugerðinni (UDI) í þeim tilgangi að geta rekið lækningatæki frá framleiðanda. Þetta er gert m.a. til að koma í veg fyrir fölsuð tæki. Meiri áhersla er lögð á eftirlit með tækinu í gegnum allt ferlið, en ekki eingöngu á "fyrstu stigum" ef svo má segja, þ.e. í klínískum rannsóknum eða prófunum. Breytingar verða gerðar á umsóknarferli klínískra rannsókna eða prófana og það fært nær því sem þekkt er í klínískum lyfjarannsóknum. Meiri kröfur eru gerðar til gæði gagna í rannsóknum og aðgang að gögnum m.a. í gegnum EUDAMED gagnagrunninn.

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Heilbrigðisráðuneytið

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32017R0746
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 117, 5.5.2017, p. 176
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2012) 541
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Ísland)
Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Noregur)

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 14, 5.3.2020, p. 50
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 68, 5.3.2020, p. 44