32017R0852

Regulation (EU) 2017/852 of the European Parliament and of the Council of 17 May 2017 on mercury, and repealing Regulation (EC) No 1102/2008

  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 20 Umhverfismál, 20.04 Íðefni, iðnaður og líftækni
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 158/2021
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Reglugerðin er sett til að tryggja að ESB löggjöfin sé í fullu samhengi við Minamata samningsinn Þannig að ESB og aðildaríki þess geti samþykkt, staðfest og innleitt samninginn. Minamatasamningurinn um kvikasilfur setur á hertar takmarkanir á notkun kvikasilfurs. Með þessari reglugerð fellur reglurgerð (EB) nr. 1102/2008 niður.

Nánari efnisumfjöllun

Reglugerðin leggur til aðgerðir og aðstæður varðandi notkun, geymslu, framleiðslu og/eða viðskipti með kvikasilfur, kvikasilfursefnasambönd, kvikasilfursefnablöndur og/eða kikasilfursbættar vörur, meðferð úrgangs sem inniheldur kvikasilfur til þess að takmarka skaða á heilsu manna og umhverfis vegna kvikasilfurs tilkomið vegna mannlegra athafna.
Inn- og útflutningstakmarkanir kvikasilfurs, kvikasilfursefnasambanda og kvikasilfursefnablandna eru hertar.
Notkunartakmarkanir kvikasilfurs, kvikasilfursefnasambanda og kvikasilfursefnablandna í iðnaði og ýmsum neytendavörum eru settar með þeim undantekningum sem við eiga.
Áhersla er lögð á að stýra notkun kvikasilfurs í tannfyllingar og að allur úrgangur sem þaðan kemur sé meðhöndlaður á réttan hátt.
Notkun kvikasilfurs við gullvinnslu í smáum hefðbundnum stíl er bönnuð sökum hættu gagnvart heilsu manna og umhverfis.
Settar eru strangar reglur sem snerta meðhöndlun kvikasilfursúrgangs, þ.m.t. að kvikasilfursúrgangi skal umbreyta áður en honum er fargað. Allur úrgangur skal vera rekjanlegur á hverju stigi meðhöndlunar, frá móttöku til umbreytingar. Rekstraraðilar skulu ár hvert senda skrána sína á lögbært yfirvald.
Þann 1. janúar 2020 verða fyrstu skýrsluskil aðildaríkja, þar sem skal upplýsa framkvæmdarstjórnina um atriði sem talin eru upp í 18. gr.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Reglurgerð (EB) nr. 1102/2008 var innleidd með reglugerð nr. 294/2014 um breytingu á reglugerð nr. 738/2003 um urðun úrgangs. Reglugerð (ESB) 2017/852 er víðtækari en reglugerð (EB) nr. 1102/2008
Innleiða þarf reglugerð (ESB) 2017/852 með tilvísunaraðferð og einnig að breyta framangreindri reglugerð um urðun úrgangs.
Lagastoð er í 1. mgr. 11.gr. efnalaga nr. 61/2013 og 9., 12. og 22. gr. í lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Samráð

Hvaða hagsmunaaðilar Efnamóttakan| Hringrás| Íslenska gámafélagið| Sorpa| Gámaþjónustan| Tannlæknafélag Íslands| Landsvirkjun

Áhrif

Nánari útskýring á kostnaði, þ.á.m. á hvern hann fellur Innleiðing reglugerðarinnar felur í sér kostnað fyrir Umhverfisstofnun sem flest í 27 mannvikum á fyrsta ári innleiðingar og 6 mannvikum árlega. Umræddur kostnaður er tvíþættur. Annars vegar er gert ráð fyrir verkefnum hjá stofnuninni sem tengjast gagnaöflun, eftirfylgni og skýrslugjöf til Eftirlitsstofnunar Evrópu, sem og vegna móttöku og meðhöndlun á innflutningstilkynningum frá fyrirtækjum. Gert er ráð fyrir að árlegur kostnaður við þetta sé 1,6 millj. kr. Hins vegar er um að ræða stofnkostnað upp á 6 millj. kr. m.a. vegna vinnu við gerð landsbundinna áætlana sem og auðkenningu og áhættugreiningu á menguðum svæðum.
Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Umhverfisstofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32017R0852
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 137, 24.5.2017, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2016) 039
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 7, 25.1.2024, p. 36
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2024/158, 25.1.2024