32018R0956

Regulation (EU) 2018/956 of the European Parliament and of the Council of 28 June 2018 on the monitoring and reporting of CO2 emissions from and fuel consumption of new heavy-duty vehicles

  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 20 Umhverfismál, 20.03 Loft
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 396/2021
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Markmið sem að er stefnt: Markmiðið með reglugerðinni er að setja reglur um vöktun, eftirlit og skýrslugjöf um losun koltvísýrings og eldsneytisnotkun nýrra þungaflutningabifreiða sem skráðar eru í ESB/EES í þeim tilgangi að draga úr losun gróðurhúslofttegunda frá farartækjum á vegum.
Aðdragandi Reglugerðin er hluti af viðleitni Evrópusambandsins til að tryggja að koltvísýringslosun verði að minnsta kosti 60% minni í sambandinu en hún var árið 1990.
Til að því markmiði verði náð eru í gerðinni settar fram reglur sem kveða á um skyldu framleiðenda þungaflutningabifreiða til að vakta og upplýsa um gögn um koltvísýringslosun og eldsneytiseyðslu nýrra ökutækja. Þá er einnig kveðið á um skyldu aðildarríkjanna til að halda skrá yfir þær upplýsingar og miðla þeim til framkvæmdastjórnarinnar. Ahrif hér á landi felast í auknum kostnaði fyrir Samgöngustofu.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Markmiðið með reglugerðinni er að setja reglur um vöktun, eftirlit og skýrslugjöf um losun koltvísýrings og eldsneytisnotkun nýrra þungaflutningabifreiða sem skráðar eru í ESB/EES í þeim tilgangi að draga úr losun gróðurhúslofttegunda frá farartækjum á vegum.
Aðdragandi Reglugerðin er hluti af viðleitni Evrópusambandsins til að tryggja að koltvísýringslosun verði að minnsta kosti 60% minni í sambandinu en hún var árið 1990.
Til að því markmiði verði náð eru í gerðinni settar fram reglur sem kveða á um skyldu framleiðenda þungaflutningabifreiða til að vakta og upplýsa um gögn um koltvísýringslosun og eldsneytiseyðslu nýrra ökutækja. Þá er einnig kveðið á um skyldu aðildarríkjanna til að halda skrá yfir þær upplýsingar og miðla þeim til framkvæmdastjórnarinnar.
Efnisútdráttur: í reglugerðinni eru settar fram reglur um vöktun og skýrslugjöf um losun koltvísýrings frá nýjum þungaflutningabifreiðum sem skráðar eru í ESB/EES og um eldsneytisnotkun þeirra.
Reglugerðin tekur til ökutækja í flokkum M1, M2, N1 og N2. Þetta eru ökutæki með viðmiðunarþyngd yfir 2.610 kg. og falla ekki undir gildissvið reglugerðar ESB nr. 715/2007/EB. Þá á reglugerðin jafnframt við um ökutækja í flokkum M3 og N3 og O3 og O4.
Reglur er snúa að aðildarríkjunum:
Frá og með 1. janúar 2019 skulu aðildarríkin hafa eftirlit með gögnum sem tilgreind eru í A-hluta I. viðauka reglugerðarinnar og eiga við fyrstu skráningu nýrra þungaflutningabifreiða.
Frá árinu 2020 skulu aðildarríkin, fyrir 28. febrúar ár hvert, senda framkvæmdastjórninni upplýsingar um ökutækin í samræmi við reglur um upplýsingagjöf í II. viðauka við reglugerðina.
Lögbær yfirvöld aðildarríkjanna sem bera ábyrgð á vöktun og skýrslugjöf samkvæmt þessari reglugerð eru þau sömu og kveðið er á um í reglugerð EB 443/2009.
Reglur er snúa að framleiðendum:
Framleiðendur þungaflutningabifreiða skulu fyrir 28. febrúar ár hvert, og frá og með þeim tímapunkti sem um getur í 1. lið B-hluta I. viðauka, vakta tiltekin gögn um hvert framleitt ökutæki og upplýsa um þau til framkvæmdastjórnarinnar, í samræmi við aðferð við skýrslugjöf í II. viðauka reglugerðarinnar.
Miðlægur gagnagrunnur:
Framkvæmdastjórnin skal halda miðlægan gagnagrunn fyrir upplýsingar frá aðildarríkjunum sem skal með tilteknum undantekningum vera opinn almenningi. Umhverfisstofnun Evrópu mun reka gagnagrunninn fyrir hönd framkvæmdastjórnarinnar.
Lögbær yfirvöld í aðildarríkjunum og framleiðendur ökutækja bera ábyrgð á áreiðanleika og gæðum tilkynntra upplýsinga og skulu láta framkvæmdastjórnina vita án tafar ef vart verður við villur. Þá skal framkvæmdastjórnin sjálf sannprófa gæði upplýsinganna og gera nauðsynlegar leiðréttingar ef misræmis gætir.
Stjórnvaldssektir:
Í 9. gr. reglugerðarinnar er kveðið á um heimild framkvæmdastjórnarinnar til að leggja á stjórnvaldssektir í eftirfarandi tilvikum:
- ef framleiðandi veitir vísvitandi eða af vítaverðu gáleysi rangar upplýsingar skv. 5. gr.
- ef gögn eru ekki lögð fram innan tilskilins frests skv. 1. mgr. 5 gr. og ekki er unnt að rökstyðja tafir.
Framkvæmdastjórnin skal vera í samvinnu við gerðarviðurkenningaryfirvöld til að sannreyna upplýsingar og gögn frá framleiðendum.
Stjórnvaldssektir skulu vera skilvirkar, í samræmi við meðalhóf og í réttu hlutfalli við brot og skulu þær ekki nema hærri fjárhæð en 30,000 evrum fyrir hvert þungaflutningaökutæki sem um ræðir.
Samkvæmt reglugerðinni skal framkvæmdastjórnin fyrir 31. október ár hvert gefa út ársskýrslu með greiningu á þeim gögnum sem borist hafa á grundvelli reglugerðarinnar. Þá er framkvæmdastjórnin með gerðinni veitt umboð til að samþykkja framseldar gerðir í þeim tilgangi að gera viðeigandi breytingar á viðaukum við gerðina. Þá er kveðið á um að framkvæmdastjórnin skuli njóta aðstoðar nefndar um loftslagsbreytingar sbr. ákvæði reglugerðar ESB nr. 182/2011.
Umsögn, helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi:
Reglugerðin kallar á töluverða forritunarvinnu við breytingu á ökutækjaskrá. Bæta þarf inn nýjum reitum svo hægt sé að skrá viðbótarupplýsingar um ökutækin samkvæmt gerðinni.
Þá þarf einnig að framkvæma breytingar á vöruhúsi gagna vegna úttektar á gögnum í tengslum við árlega skýrslugjöf til Evrópusambandsins. Töluverð vinna felst í því að kalla fram þær upplýsingar sem aðildarríkin skulu vakta og upplýsa um samkvæmt gerðinni. Sambærileg vinna fer nú þegar fram hjá Samgöngustofu vegna skýrslugjafar um fólks- og sendibíla.
Lagastoð fyrir innl. gerðar: Lagastoðin er í 60. gr. umferðalaga nr. 50/1987. Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja.
Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitar-félaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er:U
Aukinn kostnaður vegna gerðarinnar felst í aukinni vinnu hjá upplýsingavinnslu og forriturum Samgöngustofu vegna breytinga sem gera þarf á ökutækjaskrá og vöruhúsi gagna. Þá felst töluverð vinna í samantekt á upplýsingum í tengslum við árlega skýrslugjöf til Evrópusambandsins.
Sambærilegri vinnu hefur hingað til verið úthýst til verktaka með tilheyrandi kostnaði.
Áætla má að um 100 klst. vinnu við breytingu á hvorri skrá fyrir sig þ.e. ökutækjaskrá annars vegar og vöruhúsi hinsvegar.
Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: Nei.
Horizontal issues: Sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES:
Samgöngustofa telur að skoða þurfi ákvæði 9. gr. um stjórnvaldssektir sérstaklega þar sem ákvæðið kallar mögulega á aðlögunartexta með gerðinni.
Í 9. gr. er kveðið á um heimild framkvæmdastjórnarinnar til að leggja stjórnvaldssektir á framleiðendur þungaflutningabifreiða ef rangar upplýsingar eru vísvitandi gefnar eða af stórfelldu gáleysi. Þá er kveðið á um að leggja megi stjórnvaldssekt á framleiðendur ef óútskýrður dráttur verður á því að veita tilskyldar upplýsingar samkvæmt reglugerðinni.
Tekið er fram að stjórnvaldssektir verði að vera í samræmi við meðalhóf og í réttu hlutfalli við það brot sem um ræðir. Þá geta sektirnar að hámarki verið 30,000 evrur fyrir hvert ökutæki.
Eins og stendur eru engir framleiðendur ökutækja á Íslandi. Komi til þess að ökutækjaframleiðsla verði hér á landi þarf að skoða hvernig sektarfyrirkomulagi þessu verði háttað gagnvart þeim.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB
Sent til Alþingis
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Lagasetning/lagabreyting
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta breyta þarf umferðarlögum. Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Samráð

Hvaða hagsmunaaðilar samgöngustofa

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32018R0956
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 173, 9.7.2018, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2017) 279
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Ísland)
Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Noregur)

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 23, 14.3.2024, p. 119
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2024/682, 14.3.2024