32018R2067

Commission Implementing Regulation (EU) 2018/2067 of 19 December 2018 on the verification of data and on the accreditation of verifiers pursuant to Directive 2003/87/EC of the European Parliament and of the Council

  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 20 Umhverfismál, 20.03 Loft
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 320/2019
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Reglugerðin er hluti af breytingapakka ESB vegna 4. viðskiptatímabils Viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir (ETS) og ætti að taka gildi sem fyrst (matter of urgency) vegna breytinga tengdum innleiðingar CORSIA, alþjóðakerfis vegna losunar frá flugi inn í ETS kerfið.
Undirliggjandi markmið með reglugerðinni er að setja heildarramma utan um reglur fyrir faggildingu vottunaraðila, sem er nauðsynlegur til að tryggja að vottun rekstraraðila og flugrekenda innan viðskiptakerfis ESB, sé í samræmi við reglugerð framkvæmdastjórnarinnar nr. 2018/2066 um vöktun og skýrslugjöf.

Nánari efnisumfjöllun

Reynslan af fyrri reglugerð hefur sýnt að þörf er á að bæta, skýra og einfalda vottunar- og faggildingarreglur til að ná enn frekar fram samræmingu og auka skilvirkni kerfisins. Fjölda breytinga þarf því að gera á reglugerð ESB nr. 600/2012. Í þágu skýrleika var ákveðið að gefa út nýja reglugerð í stað breytingareglugerðar.

Það er rétt að taka upp nýjar reglur um vottun á sk. skýrslu um grunnupplýsingar (e.baseline data reports) ásamt vottun á nýjum rekstraraðilum eins og krafist er skv. reglugerð um endurgjaldslausa úthlutun losunarheimilda (skv. gr. 10.a tilskipunar 87/2003/EB og FAR reglugerðar (e. Free Allocation Regulation)). Mikilvægt er að votta þau gögn sem notuð eru til að uppfæra úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda og til að nýta þessi samlegðaráhrif á vottun þurfa samhæfðar reglur að vera til staðar.

Þessi reglugerð ætti samt ekki að eiga beint við rekstraraðila sem heyra undir undanþágu vegna greina. 27 og 27a í tilskipun 87/2003/EB nema aðildarríki ákveði það sérstaklega.

Að auki felur reglugerðin í sér endurbætur á vottun og faggildingu sem taka mið af fyrstu útgáfu alþjóðlegra staðla og ráðlagða starfsvenja varðandi umhverfisvernd – kolefnisjöfnun og minnkunarkerfi fyrir alþjóðaflug (CORSIA) (viðauka 16, IV. Viðauka við Chicago-samninginn, öðru nafni SARPs) sem samþykkt var af ICAO ráðinu á tíunda fundi 214. fundar þann 27. júní 2018.

Reglugerð um vöktun og skýrslugjöf um losun gróðurhúsalofttegunda samkvæmt tilskipun 2003/87/EB er einnig breytt með hliðsjón af fyrstu útgáfu SARPs Alþjóðaflugmálastofnunarinnar, og þessum tveimur reglugerðum bætt við með framseldri gerð samkvæmt 28. gr. c í tilskipun 2003/87/EB.

Breyting:
Helstu breytingar sem reglugerðin hefur í för með sér eru eftirfarandi:

Innleiðing CORSIA.
Kröfur um vottun í flugi hafa verið aðlagaðar að þeim kröfum sem fylgja innleiðingu CORSIA inn í ETS kerfið, þá einna helst sú krafa um að vottunaraðilinn sem að stjórnar vottunarferli flugrekenda skuli taka þriggja ára hlé á vottun eftir sex ára vottun hjá viðkomandi flugrekenda.

Kröfur um vottun og faggildingu vegna umsóknar um endurgjaldslausar losunarheimildir.
Reglugerðinni hefur verið breytt í samræmi við nýjar reglur um úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda (e. Free Allocation Regulation). Þess er krafist að vottunaraðili staðfesti framlögð gögn rekstraraðila vegna umsóknar um endurgjaldslausar losunarheimildir. Aðalmunurinn verður sá að vottunaraðilinn þarf að vera viðurkenndur og hafa vottun þess efnis að hann geti staðfest úthlutun í samræmi við kröfur þessarar reglugerðar. Einnig er gert ráð fyrir víðtækari kröfum um hæfi, bæði frá vottunaraðila og faggildingarstofu en fram komu í fyrri reglugerð.
Rekstraraðilar bera sjálfir ábyrgð á kostnaði við vottun vegna úthlutunar og ferlið verður að mestu leyti það sama, með minniháttar breytingum.

Minni breytingar, einföldun og endurbætur á gildandi reglum.
Tilgangur breytinganna er að bæta, skýra og einfalda vottunar- og faggildingarreglur til að ná enn frekar fram samræmingu og auka skilvirkni kerfisins eins og reynslan hefur sýnt fram á. Í ljósi þess hafa nokkrar minniháttar breytingar verið gerðar samanborið við upprunanlega reglugerð, sem munu ekki leiða til verulegra breytinga fyrir viðkomandi aðila, það er, flugrekendur og rekstraraðila, yfirvöld, vottunaraðila og faggildingarstofur.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Reglugerð nr. 131/2013 sem innleiðir reglugerð ESB nr. 600/2012 gildir áfram fyrir vottun skýrslna um losun gróðurhúsalofttegunda og framleiðslutölur vegna tímabilsins til 1. janúar 2019. Sú reglugerð sem hér er til greiningar nr. 2018/2067 gildir frá 1. janúar 2019 innan ESB og nær til vöktunartímabilsins frá 1. janúar 2019 og er því mikilvægt að reglugerðin taki gildi sem fyrst.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Umhverfisstofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32018R2067
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 334, 31.12.2018, p. 94
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 14, 5.3.2020, p. 85
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 68, 5.3.2020, p. 77