32019R0248

Commission Delegated Regulation (EU) 2019/248 of 13 November 2018 correcting Regulation (EU) No 63/2011 laying down detailed provisions for the application for a derogation from the specific CO2 emission targets pursuant to Article 11 of Regulation (EC) No 443/2009 of the European Parliament and of the Council


iceland-flag
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/248 frá 13. nóvember 2018 um leiðréttingu á reglugerð (ESB) nr. 63/2011 um ítarleg ákvæði varðandi umsókn um undanþágu frá markmiðum um sértæka losun koltvísýrings skv. 11. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 443/2009
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 20 Umhverfismál, 20.03 Loft
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 194/2019
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Markmiðið er að leiðrétta villu í IV. viðauka við reglugerð 63/2011/ESB um meðallosun koltvísýrings g/km í nýjum fólksbifreiðum frá framleiðandanum General Motors. Gerðin hefur engin áhrif hér á landi.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Markmiðið er að leiðrétta villu í IV. viðauka við reglugerð 63/2011/ESB um meðallosun koltvísýrings g/km í nýjum fólksbifreiðum frá framleiðandanum General Motors.
Aðdragandi: Í reglugerð 63/2011/ESB um ítarleg ákvæði um umsókn um undanþágu frá markmiðum um sértæka losun koltvísýrings skv. 11. gr. reglugerðar 443/2009/EB eru tilgreindar þær upplýsingar sem framleiðendur skulu veita í þeim tilgangi að sýna fram á að skilyrði fyrir undanþágu skv. 1. eða 4. gr. reglugerðar 443/2009/EB.
Í 1. gr. reglugerðar 443/2009/EB kemur fram að með henni séu ákvarðaðar kröfur um mengunarvarnargetu vegna losunar koltvísýrings fyrir nýjar fólksbifreiðar til að tryggja eðlilega starfsemi innri markaðarins og ná heildarmarkmiði EB um að meðallosun nýrra bifreiða sé 120 g af koltvísýringi á kílómetra.
Í 2. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar er ákveðið að frá og með árinu 2020 verði meðallosunin 95 g af koltvísýringi á kílómetra fyrir nýjar bifreiðar.
Í 4. gr. er markmið um sértæka losun þar sem hverjum framleiðanda nýrra fólksbifreiða er skylt að tryggja að sértæk meðallosun koltvísýrings fari ekki yfir markmið hans um sértæka losun sem ákvarðað er í samræmi við I. viðauka eða í samræmi við veitta undanþágu.
Framleiðandinn General Motors Holding LLC hefur upplýst Framkvæmdastjórnina að meðallosun koltvísýrings árið 2007 sem er tekin fram í IV. viðauka við reglugerð 63/2011/ESB, sé ekki rétt. Framleiðandinn hefur sýnt fram á með nákvæmum gögnum að meðallosun koltvísýrings árið 2007 var talsvert hærri en kemur fram í reglugerð 63/2011/ESB. Villan kom í ljós eftir eigendaskipti að General Motors og Adam Opel sem áttu sér stað 1. ágúst 2017.
Efnisútdráttur: Reglugerðin inniheldur tvo ákvæði:
1. gr. – Í töflu í IV. viðauka við reglugerð 63/2011/ESB kemur í dálknum meðallosun g/km við framleiðandann General Motors talan 283.689 í stað 159.604.
2. gr. – gildistökuákvæði.
Umsögn, helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Gerðin hefur engin áhrif hér á landi.
Lagastoð fyrir innleiðingu. gerðar: Gerðin yrði innleidd í reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004 með stoð í 60. gr. umferðarlaga nr. 50/1987.
Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitarfélaga og atvinnulífs og ALMENNINGS, ef einhver er: Enginn kostnaður.
Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: Nei.
Horizontal issues, sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: Nei.
Þörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða: Nei.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoðin er 60. gr. umferðalaga nr. 50/1987. Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Samráð

Hvaða hagsmunaaðilar Samgöngustofa

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32019R0248
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 42, 13.2.2019, p. 5
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer C(2018)7391
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 77, 17.11.2022, p. 18
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 298, 17.11.2022, p. 16