Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1021/2019 frá 20. júní 2019 um þrávirk lífræn mengunarefni - 32019R1021

Regulation (EU) 2019/1021 of the European Parliament and of the Council of 20 June 2019 on persistent organic pollutants

  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.15 Hættuleg efni
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 372/2021
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Reglugerðin er endurútgáfa á reglugerð evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 850/2004 frá 29. apríl 2004 um þrávirk lífræn mengunarefni. Ástæða endurútgáfunar er að eldri reglugerðinni hefur verið hefur verið breytt mikið og það er því eðlilegt að endurútgefa hana til þess að gera hana læsilegri.
Í reglugerðinni er samanburðartafla sem tekur sýnir hvar er hægt að finna sambærilega hluta gömlu reglugerðarinnar í þeirri nýju.

Nánari efnisumfjöllun

Fyrsta grein reglugerðarinnar er nánast óbreytt en titlinum hefur verið breytt og 2. mgr. hefur verið færð í 3. grein reglugerðarinnar.
Önnur grein er sú sama og í eldri reglugerðinni að undanskildum 6 nýjum skilgreiningum sem hefur verið bætt við.
Þriðja málsgrein er lítillega breytt frá eldri reglugerðinni. Titlinum hefur verið breytt aðeins og tveimur nýjum málsgreinum hefur verið bætt við. Önnur þeirra fjallar um skyldur framkvæmdarstjórnarinnar vegna tilnefningar á efnum á listana um bann eða takmarkanir í reglugerðinni. Hin nýja málsgreinin fjallar um úrgang og var færð til úr 1. grein reglugerðarinnar.
Við fjórðu grein hefur verið bætt d-lið í 3. málsgrein sem er nýr liður. Þessi hluti snertir upplýsingaskyldu framleiðenda til aðildarríkja sem snertir notkun þrávirkra lífrænna mengunarefna og magn þess sem er notað.
Fimmta grein er næstum eins og í eldri reglugerðinni, orðalagið er aðeins breytt.
Sjötta grein er næstum eins og í eldri reglugerðinni, orðalagið er aðeins breytt.
Sjöunda grein er næstum eins og í eldri reglugerðinni, orðalagið er aðeins breytt. 5. málsliður í eldri reglugerðinni hefur verið færður í 2. málslið 15. greinar. 7. málsliður hefur verið tekin úr en hann hefur enga þýðingu lengur sökum liðinnar dagssetningar.
Áttunda grein er ný. Skyldur stofnunarinnar og ráðsins. Þau skulu gefa tæknilega og vísindalega aðstoð til aðildarríkja og framkvæmdarstjórnarinnar. Þau skulu birta á vefsíðu sinni upplýsingar um ný efni á lista þessarar reglugerðar. Ráðið skal taka saman, skrá, meðhöndla og gera aðgengilegar fyrirframkvæmdarráðinu og lögbærum yfirvöldum aðildarríkja upplýsingar sem hafa komið fyrir í tengslum við þessa reglugerð.
Ráðið skal samræma net þeirra yfirvalda aðildarríkja sem ber ábyrgð á framfylgd þessarar reglugerðar. Þeir meðlimir ráðsins sem eru tilnefndir af aðildarríkjum skulu tryggja að vinna ráðsins og lögbærra yfirvalda aðildarríkja sé samræmd.
Níunda grein er eins og 8. grein í eldri reglugerðinni með smá breytingu á uppröðunni.
Tíunda grein er eins og 9. grein í eldri reglugerðinni fyrir utan að það er fjallað aðeins ýtarlegra um mat á þörf á skyldubundinni vöktun.
Ellefta grein er eins og 10. grein í eldri reglugerðinni.
Tólfta grein er eins og 11. grein í eldri reglugerðinni.
Þrettánda grein samsvarar 12. grein eldri reglugerðarinnar að hluta til. Við 1. málslið greinarinnar bætist undirliður d. Annar málsliður er nýr og snertir skyldu aðildarríkja til skýrsluskila vegna efna í 3. viðauka reglugerðarinnar sem fjallar um efni sem falla undir ákvæði um að draga úr losun.

Fjórtánda grein er eins og 13. grein í eldri reglugerðinni.
Fimmtánda grein er sameining ákvæða eldri reglugerðarinnar. Málsliðir 14. greinar eldri reglugerðarinnar eru sameinaðar og textinn styttur. Þar að auki er 5. málsliður 7. greinar eldri reglugerðarinnar færður í þessa grein en textinn er einfaldaður.
Sextánda grein er ný grein sem fjallar um fjármagn (Evrópu) stofnunarinnar. Styrkur frá Evrópusambandinu mun vera í fjárhagsáætlun. Þar að auki verður valfrjálst fjármagn frá aðildaríkjum. Yfirlitið yfir eyðslu og fjármagn skal vera sameinað við aðgerðir tengdar reglugerð (ESB) nr. 649/2012.
Sautjánda grein er ný grein sem fjallar um snið og forrit vegna birtingar eða tilkynninga á upplýsingum. Stofnunin ákveður sniðið í samstarfi við aðildarríkin. Þetta skal vera í samræmi við tilskipun 2007/2/EB.
Átjánda grein er ný grein sem fjallar um beitingu framsals. Framkvæmdarstjórnin hefur vald til beitingu framsals. Við beitingu framsals skal Evrópuþingið og ráðið vera upplýst. Framsalið tekur aðeins gildi ef Evrópuþingið og ráðið samþykkir eða mótmælir ekki.
Nítjánda grein er eins og 15. grein eldri reglugerðarinnar og fjallar um það að aðildaríki skulu tilgreina lögbært yfirvald.
Tuttugasta grein er sameining á 16. og 17. greinum eldri reglugerðarinnar. Textinn hefur verið einfaldaður.
Tuttugasta og fyrsta grein fellir eldri reglugerðina, nr. 850/2004/EB, úr gildi.
Tuttugasta og önnur grein fjallar um gildistöku, reglugerðin tekur gildi 20 dögum eftirbirtingu hennar í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.
Fyrsti til fimmti viðaukar eru sömu viðaukar og í gömlu reglugerðinni.
Sjötti viðauki er listi yfir brottfallnar reglugerðir í kjölfar þessarar reglugerðar.
Sjöundi viðauki er samanburðarlisti við reglugerð 850/2004.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Breyting á reglugerð nr. 954/2013 um þrávirk lífræn efni. Lagastoð í 11. tölul. 11. gr. efnalaga nr. 61/2013 og 13. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Nánari útskýring á kostnaði, þ.á.m. á hvern hann fellur Þar sem þetta er endurútgáfa eldri reglugerðar er gert ráð fyrir ákvæðum hennar í fjárhagsáætlun.
Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar
Mat á áhrifum og sérstökum hagsmunum Íslands Lítil áhrif

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Umhverfisstofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32019R1021
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 169, 25.6.2019, p. 45
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2018) 144
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 23, 14.3.2024, p. 80
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2024/680, 14.3.2024