32019R1239

Regulation (EU) 2019/1239 of the European Parliament and of the Council of 20 June 2019 establishing a European Maritime Single Window environment and repealing Directive 2010/65/EU
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð hefur ekki öðlast gildi þar sem beðið er afléttingar stjórnskipulegs fyrirvara
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.05 Sjóflutningar
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 157/2022
Samþykktardagur ákvörðunar sameiginlegu nefndarinnar

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Settar eru samræmdar reglur um hvernig upplýsingar sem krafist er við komu skipa í höfn eru veittar. Þetta er gert til að tryggja að hægt sé að tilkynna komu skips á sama hátt í sameiginlega gátt. Einnig er miðað að því að auðvelda miðlun upplýsinga milli þeirra sem tilkynna, yfirvalda og þeirra sem veita hafnarþjónustu. Settur er rammi fyrir tæknilega hlutlaust og samhæft kerfi. Kerfið á að samanstanda af neti landsbundinna kerfa, e. National Single Windows, með samræmdum tilkynningaraðferðum þar á meðal vegna upplýsingaskipta í gegnum SafeSeaNet og önnur sambærileg kerfi. Áhrif hér á landi verða ekki umtalsverð þar sem Ísland hefur þegar innleitt rafræna miðlun upplýsinga. Ekki er hægt að meta kostnað með nákvæmni fyrr en afleiddar gerðir hafa verið samþykktar en áætla má að forritunarvinna og prófanir geti numið á bilinu 8 – 10 m.kr. Innleiðingargerðir á grunni hennar mun leiða hann betur í ljós. Gera má ráð fyrir kostnaði vegna a.m.k. hálfs til eins stöðugildis.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Meginmarkmiðið með reglugerðinni er að setja samræmdar reglur um hvernig upplýsingar sem krafist er við komu skipa í höfn eru veittar. Þetta er einkum gert til að tryggja að hægt sé að tilkynna komu skips á sama hátt með sömu gögnum í sameiginlega gátt hvers aðildarríkis. Reglugerðin miðar einnig að því að auðvelda miðlun upplýsinga milli þeirra sem tilkynna, yfirvalda og þeirra sem veita hafnarþjónustu í viðkomuhöfn og öðrum aðildarríkjum.Aðdragandi: Samkvæmt tilskipun 2010/65/ESB er aðildarríkjum skylt að taka við upplýsingum frá skipum sem koma og fara frá höfnum ESB/EES á tilteknu formi. Gögnin á að senda í gegnum einn glugga, e. National Single Window, NSW. Þetta fyrirkomulag á að auðvelda og flýta fyrir sjóflutningum. Með þessari reglugerð ESB er tilskipun 2010/65/ESB felld úr gildi í áföngum til ársins 2025. Samhliða úreldingu tilskipunar 2010/65/ESB skulu aðildarríki innleiða ákvæði þessarar reglugerðar í áföngum.Efnisútdráttur: Með reglugerðinni er settur rammi fyrir tæknilega hlutlaust og samhæft kerfi, EMSWe´, e. European Maritime Single Window environment. Viðmót kerfisins verður samhæft. Það er gert í því skyni að auðvelda rafræna miðlun upplýsinga í tengslum við tilkynningaskyldu skipa sem koma, fara og dvelja í höfnum innan Sambandsins.Með EMSWe´ kerfi er átt við lagalegan og tæknilegan ramma fyrir rafræna miðlun upplýsinga í tengslum við tilkynningaskyldu vegna viðkomu skips í höfn í Sambandinu. Kerfið á að samanstanda af neti landsbundinna kerfa, e. National Single Windows, með samræmdum tilkynningaraðferðum þar á meðal vegna upplýsingaskipta í gegnum SafeSeaNet og önnur sambærileg kerfi.Aðildarríkin skulu kom á fót NSW kerfi, National Single Window þar sem hægt verður að setja inn nauðsynlegar upplýsingar til að uppfylla tilkynningaskylduna sem í reglugerðinni felst í þeim tilgangi að gera upplýsingarnar aðgengilegar fyrir önnur aðildarríki.  Aðildarríkin bera ábyrgð á rekstri kerfisins. Aðildarríki geta sameinast um stofnun kerfanna með einu eða fleiri aðildarríki.Umsögn: helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Áhrif hér á landi verða ekki umtalsverð þar sem Ísland hefur þegar innleitt rafræna miðlun upplýsinga. Það var gert með lögum nr. 40/2017 um breytingu á lögum um vaktstöð siglinga nr. 41/2003 og reglugerð nr. 619/2017 um samræmda afhendingu og miðlun upplýsinga á sjó. Með lögunum og reglugerðinni voru innleidd ákvæði tilskipunar 2010/65/EB. Helstu áhrifin munu felast í aðlögun á NSW-kerfi sem notað er hjá Vaktstöð siglinga þannig að kerfið tengist miðlægum gagnagrunni ESB.Tæknilegar kröfur eru að mati Samgöngustofu mestan part óbreyttar. Reglugerðin kallar þó á kerfisbreytingar á núverandi NSW-kerfi hjá Vaktstöð siglinga sem þarf að aðlaga að hinu nýja EMSW-kerfi. Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lagastoðin er í 1. mgr. 17. gr. laga nr. 41/2003, um vaktstöð siglinga. Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 619/2017 um samræmda afhendingu og miðlun upplýsinga um flutninga á sjó. Innleiðingin mun kalla á endurskoðun á ákvæðum reglugerðarinnar sem og viðauka við hana. Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitar-félaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er: Gerðin mun hafa einhvern kostnað í för með sér einkum vegna vinnu við nauðsynlegra kerfisbreytinga til samræmis við tæknilegar breytingar sem gera þarf á núverandi kerfum. Kostnaður mun velta á útfærslu afleiddra gerða en ljóst er að gerðin kallar á forritunarvinnu og prófanir. Að mati Vegagerðarinnar má gróflega áætla að sé um að ræða um það bil 250 klst. forritunarvinnu auk prófana og gæti kostnaður vegna þessa numið á bilinu 8-10 m.kr.Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: Tengsl við fjármálaráðuneyti vegna tolla-ákvæða. Reglugerðin hefur einnig skörun við starfsvið Tollstjóra, lögreglu, Umhverfisstofnunar og hafnaryfirvalda. Tilgreining á hagsmunaaðilum: Hagsmunaaðilar eru kaupskipaútgerðir s.s. Eimskip og Samskip. Horizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: Tiltekin ákvæði reglugerðarinnar varða tollamál. Er því þörf á aðlögunartexta sem taka mið af því að EES-samningurinn tekur ekki til tollamála.. Þörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða: Nei. 

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoðin er í 1. mgr. 17. gr. laga nr. 41/2003, um vaktstöð siglinga. Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 619/2017 um samræmda afhendingu og miðlun upplýsinga um flutninga á sjó.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Aukakostnaður

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32019R1239
Samþykktardagur hjá ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 198, 25.7.2019, p. 64
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2018) 278
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Stjórnskipulegur fyrirvari skv. 103. grein (Noregur) Norway

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Samþykktardagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 61, 22.9.2022, p. 119
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 246, 22.9.2022, p. 123