32019R1916

Commission Implementing Regulation (EU) 2019/1916 of 15 November 2019 laying down detailed provisions as regards the use of rear aerodynamic devices pursuant to Council Directive 96/53/EC
Verði gerð tekin upp í EES-samninginn birtist hún hér á íslensku eftir birtingu í EES-viðbæti
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð í skoðun hjá Íslandi, Liechtenstein og Noregi til upptöku í EES-samninginn
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.02 Flutningar á vegum

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2017/1151 er nánari útfærsla á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 715/2007 um gerðarviðurkenningu léttra farþega- og atvinnu ökutækja með tilliti til losunar gróðurhúsalofttegunda, e. (Euro 5 og Euro 6). Í henni eru sértæk tæknileg ákvæði sem nauðsynleg eru til að framkvæma reglugerð (EB) nr. 715/2007. Þá er reglugerðin um aðgang að upplýsingum um viðgerðir og viðhald ökutækja. Með reglugerðinni er breytt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2007/46/EB, reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1230/2012 og reglugerð framkvæmdastjórnarinnar nr. 692/2008. Engir framleiðendur ökutækja á Íslandi og hefur reglugerðin því lítil sem engin áhrif hér á landi eins og stendur. Kostnaður við innleiðingu þessarar reglugerðar er metinn óverulegur sem enginn.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Um er að ræða framkvæmdarreglugerð við tilskipun 96/53/EB með ítarlegum ákvæðum um notkun á loftaflfræðilegum búnaði sem festur er aftan á ökutæki. Markmið með gerðinni er að draga úr eldsneytisnotkun ökutækja og þar með draga úr losun koltvísýrings.Efnisútdráttur: Samkvæmt tilskipun 96/53/EB er heimilt að veita undanþágur frá leyfilegri hámarkslengd ökutækja með vissum skilyrðum. Tilgangurinn er að leyfilegt sé, að festa búnað á ökutækin sem bætir loftaflfræðileg afköst þeirra, þrátt fyrir að farið sé yfir leyfilega hámarkslengd ökutækisins. Ökutæki og samtengd ökutæki þar sem loftaflfræðilegur búnaður hefur verið festur á skulu uppfylla kröfur tilskipunar 96/53/EB.
Með þessari gerð sem er framkvæmdagerð við tilskipun 96/53/EB eru sett fram ítarleg ákvæði um notkun á loftaflfræðilegum búnaði aftan á ökutækjum samkvæmt tilskipun 96/53/EB og við hvaða aðstæður heimilt er að nota slíkan búnað.
Ákvæðin miða að því að tryggja öryggi útdraganlegs eða samanbrjótanlegs loftaflfræðibúnaðar aftan á bifreiðum með því að tilgreina aðstæður þar sem heimilt er að nota slíkan búnað, m.a. með tilliti til nálægðar annarra vegfarenda, sérstakra aðstæðna og hraðatakmarkana.
Gerðin inniheldur þrjú ákvæði um efni, skilgreiningar og rekstrarskilyrði. Ákvæðin snúa m.a. að því hvenær búnaðurinn skal vera í lokaðri stöðu, hve langt hann má ná út fyrir hvora hlið ökutækis og hvernig fara skal með gallaðan búnað eða búnað sem ekki er öruggur. Uppfæra þarf reglugerð um stærð og þyngd ökutækja með hliðsjón af ákvæðum gerðarinnar.
Þá kemur fram að aðildarríkjum sé heimilt að banna umferð ökutækja með áfestan búnað til að mynda í þéttbýli og á svæðum þar sem hraðatakmörk eru 50 km/klst. eða minna.
Umsögn: helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Gerðin kallar á uppfærslu á reglugerð nr. 155/2007 um stærð og þyngd ökutækja. Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar Lagastoð samkvæmt núgildandi lögum er 75. og 76. gr. umferðalaga nr. 50/1987. Lagastoð eftir 1. janúar 2020 er 5. mgr. 82. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 155/2007 um stærð og þyngd ökutækja.
Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitar-félaga og atvinnulífs og ALMENNINGS, ef einhver er: Kostnaður við innleiðingu þessarar reglugerðar er metinn óverulegur sem enginn.
Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: Nei.
Horizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: Nei.
Þörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða: Nei.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Engar laga- eða reglugerðabreytingar
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoð verður 5. mgr. 82. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 155/2007 um stærð og þyngd ökutækja.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32019R1916
Samþykktardagur hjá ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 297, 18.11.2019, p. 3
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB