32020R0587

Commission Implementing Regulation (EU) 2020/587 of 29 April 2020 amending Implementing Regulation (EU) No 1206/2011 laying down requirements on aircraft identification for surveillance for the single European sky and Implementing Regulation (EU) No 1207/2011 laying down requirements for the performance and the interoperability of surveillance for the single European sky

Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/587 frá 29. apríl 2020 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 1206/2011 um kröfur um auðkenningu loftfars í tengslum við kögun í samevrópska loftrýminu og framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 1207/2011 um kröfur um afköst og rekstrarsamhæfi kögunar í samevrópska loftrýminu
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.06 Almenningsflug
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 093/2020
Samþykktardagur ákvörðunar sameiginlegu nefndarinnar
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Um er að ræða framkvæmdarreglugerð um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1206/2011 um kröfur um auðkenningu loftfars í tengslum við kögun í samevrópska loftrýminu og reglugerð (ESB) nr. 1207/2011 um kröfur um afköst og rekstrarsamhæfi kögunar í samevrópska loftrýminu. Markmið þeirra gerða sem breyta á er að tryggja öruggan og skilvirkan rekstur loftfara, flugvalla, rekstrarstjórnunar flugumferðar, flugleiðsögu og evrópska netsins fyrir rekstrarstjórnun flugumferðar. Dregið er úr kröfum um búnað loftfara sem taldar eru valda óþarfa kostnaði, tímafrestir til uppfyllingar krafna eru lengdir að ákveðnu marki vegna áhrifa COVID-19 og kröfum er breytt til að styðja betur við starfrækslu ríkisloftfara. Reglugerðin hefur engin áhrif á Íslandi þar sem um er að ræða breytingar á Evrópugerðum sem ekki er beitt hér á landi. Kostnaður við innleiðingu þessarar reglugerðar er enginn.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Um er að ræða framkvæmdarreglugerð um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1206/2011 um kröfur um auðkenningu loftfars í tengslum við kögun í samevrópska loftrýminu og reglugerð (ESB) nr. 1207/2011 um kröfur um afköst og rekstrarsamhæfi kögunar í samevrópska loftrýminu.
Markmið þeirra gerða sem breyta á er að tryggja öruggan og skilvirkan rekstur loftfara, flugvalla, rekstrarstjórnunar flugumferðar, flugleiðsögu og evrópska netsins fyrir rekstrarstjórnun flugumferðar.
Dregið er úr kröfum um búnað loftfara sem taldar eru valda óþarfa kostnaði, tímafrestir til uppfyllingar krafna eru lengdir að ákveðnu marki vegna áhrifa COVID-19 og kröfum er breytt til að styðja betur við starfrækslu ríkisloftfara.
Efnisútdráttur: Viðmiðum vegna undanþága frá kröfum um búnað í loftförum er breytt í þeim tilgangi að skýra betur hvaða loftför skuli vera búin tilteknum búnaði og hver eru undanþegin slíkum kröfum.
Landfræðilegt gildissvið rg. (ESB) 1207/2011 er í gildandi reglugerð svohljóðandi:
innan loftrýmisins sem kveðið er á um í 3. mgr. 1. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 551/2004, en verður með breytingarreglugerðinni:
innan samevrópska loftrýmisins (within the Single European Sky airspace).
Breytingar eru gerðar á útgáfunúmeri ICAO Viðauka 10 sem inniheldur tæknilega staðla sem flugrekendur skulu uppfylla í reglugerð (ESB) nr. 1207/2011. Dregið er úr kröfum þar sem áður bar að uppfylla útgáfu 85 en breytingin gerir eingöngu kröfu um að hlíta eldri útgáfu 77.
Felld er niður sú krafa á veitanda flugleiðsöguþjónustu og flugrekanda að bregðast strax við sýni rafeindabúnaður loftfars afbrigðilega virkni.
Kröfur um formlegt samkomulag vegna flutnings kögunargagna milli veitenda flugleiðsöguþjónustu eru uppfærðar til að endurspegla þá gagnadreifingu sem við lýði er og er til þess fallin að auðvelda gagnaskipti og forðast að setja óþarfa hömlur á þann sem sendir frá sér gögn.
Framlenging á tímafrestum sem kveðið er á um í 5. mgr. 5. gr., 1. mgr. og 2. mgr. 8. gr. reglugerðar (ESB) nr. 1207/2011 hvað varðar hæfni ratsjársvara kögunarsvarratsjár (vegna COVID-19 faraldursins), frestur sem var til júní er nú veittur til desember 2020.
Umsögn: helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Reglugerðin hefur engin áhrif á Íslandi þar sem um er að ræða breytingar á Evrópugerðum sem ekki er beitt hér á landi.
Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lagastoðin er 6. mgr. 57. gr. a, sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum. Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 870/2007 um flugleiðsögu í samevrópska loftrýminu og breytingu á reglugerð nr. 1127/2014 um um kröfur um afköst og rekstrarsamhæfi kögunar í samevrópska loftrýminu.
Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitar-félaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er: Kostnaður við innleiðingu þessarar reglugerðar er enginn.
Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: Nei.
Horizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: Nei.
Þörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða: Nei.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagast: 6. mgr. 57. gr. a, sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998. Innleiðing með breytingu á reglugerðum: 870/2007 um flugleiðsögu í samevrópska loftrýminu og 1127/2014 um kröfur um afköst og rekstrarsamhæfi kögunar í samevrópska loftrýminu
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32020R0587
Samþykktardagur hjá ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 138, 30.4.2020, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Samþykktardagur
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 22, 16.3.2023, p. 41
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 78, 16.3.2023, p. 43