Reglugeð um endurnotkun vatns - 32020R0741

Regulation (EU) 2020/741 of the European Parliament and of the Council of 25 May 2020 on minimum requirements for water reuse


iceland-flag
Þýðing EES-gerðar birtist hér á íslensku við upptöku í EES-samninginn og birtingu í EES-viðbæti.
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun hjá ESB og EFTA-ríkjunum innan EES
Svið (EES-samningur, viðauki) 20 Umhverfismál, 20.02 Vatn

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Markmið reglugerðarinnar er að stuðla að því að endurnotkun vatns verði tekin upp þegar við á og setja þannig umgjörð fyrir aðildarríki sem ákveða eða eru tilneydd að endurnota vatn. Reglugerðin setur fram lágmarkskröfur til endurnotkunar hreinsaðs skólps við áveitu í landbúnaði. Henni er ætlað að styðja mótvægisaðgerðir gegn vatnsskorti, m.a. vegna loftslagsbreytinga, án þess að slakað sé á kröfum um umhverfisvernd og hollustuhætti. Í henni eru kröfur um gæði áveituvatnsins, tíðni mælinga og aðferðir til staðfestingar á að ákvæðunum sé fylgt. Auk þess eru ákvæði um áhættustýringu á framleiðslu og notkun endurunnins áveituvatns og gæðastýringarkerfi og er reglugerðinni ætlað er að koma í veg fyrir áhættu fyrir umhverfið og heilbrigði fólks og dýra. Með reglugerðinni eru kröfur til endurunnins vatns sem notað er í landbúnaði samræmdar innan Evrópusambandsins og styður hún þannig við frjálst flæði landbúnaðarafurða

Nánari efnisumfjöllun

Reglugerðin tekur aðeins til endurnotkunar vatns í landbúnaði en ekki í öðrum geirum, s.s. iðnaði.
Innra eftirlit með gæðum endurunnins vatns fer fram á vegum þess sem starfrækir þá hreinsistöð sem afhendir vatnið til endurvinnslu og fer fram við afhendingu. Gerðar eru mismunandi hreinsunarkröfur til endurnotkunar vatns eftir því hver landbúnaðarnotkunin er og eru kröfurnar mestar þegar ræktuð er afurð til neyslu sem kemst í beina snertingu við hið endurunna vatn. Þær kröfur eru vatnsgæðaflokkur A. Losunarmörk fyrir vatnsgæðaþættina eru fyrir flesta sömu þætti og eiga við um tveggja þrepa hreinsun í reglugerð um fráveitur og skólp, þ.e. fyrir BOD og svifagnir en einnig grugg (aðeins í vatnsgæðaflokki A) og E. coli. Auk þess eru losunarmörk fyrir bakteríur af ætttkvíslinni Legionella sem eiga við þegar hætta er á dreifingu með úða. Þegar um er að ræða áveitu á haga eða tún eru ennfremur losunarmörk fyrir egg þráðorma.
Fyrir vatnsnotkun sem krefst vatnsgæða samsvarandi vatnsgæðaflokkunum B- D eru notuð sömu losunarmörk fyrir BOD og svifagnir og fyrir tveggja þrepa hreinsun í reglugerð um fráveitur og skólp. Mörkin eru hinsvegar strangari fyrir vatnsgæðaflokk A. Auk þess er litið eftir fleiri þáttum en í reglugerð um fráveitur og skólp, m.a. bakteríum, veirum og þráðormum. Tíðni innra eftirlits er nokkuð há (sjá töflu 3 í viðauka I), allt frá stöðugum að hálfsmánaðarlegum mælingum.
Starfsleyfi þarf að gefa út í byrjun rekstrar og við breytingar. Starfsleyfið er veitt þeim sem afhendir hreinsað vatn til endurnotkunar og einnig þeim sem er notandi vatnsins, ef við á skv. íslenskri löggjöf.
Til viðbótar innra eftirliti kemur áhættustýring (e. risk mangement/risk assessment) á framleiðslu og notkun endurunnins áveituvatns. M.a. kann að vera nauðsynlegt að grípa til nánar skilgeindra frekari aðgerða og tiltekinna fyrirbyggjandi aðgerða bendi áhættumat til að þess sé þörf. Þar er um að ræða mun fleiri þætti/atriði en við eftirlitið og skulu vera til staðar viðbragðsáætlanir til að bregðast við vísbendingum um atriði sem út af bregða.


Tengsl við aðra löggjöf
Í inngangsorðum reglugerðarinnar (27) er sagt að reglugerðin sé sett til viðbótar fyrirliggjandi löggjöf aðallega á sviði hugsanlegrar áhættu fyrir heilbrigði og umhverfi. Meðal tilskipana sem nefndar eru er Baðvatnstilskipunin (2006/7/EC) sem hefur ekki verið tekin upp í EES samninginn.

Stjórnsýsla og tveggja stoða mál
Í 6.gr reglugerðarinnar eru ákvæði um að það þurfi leyfi til að mega hreinsa skólp og dreifa endurunnu vatni. Áður en leyfi er veitt skulu öll ákvæði með stoð í gildandi tilskipunum vera uppfyllt og vatnið uppfylla lágmarkskröfur reglugerðarinnar. Taka þarf afstöðu til þess hvaða stjórnvald skuli veita slíkt starfsleyfi og eftir atvikum hafa eftirlit með endurnotkuninni og sjá um upplýsingaskil.
Einnig er bent á að skv. 2. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar geta ríki í vissum tilvikum bannað endurnotkun vatns til áveitu í landbúnaði, m.a. á grundvelli ástands vatnshlota og álags á þau. Bannið getur náð yfir landið allt eða hluta þess.

Aðlögun við upptöku gerðar í EES samninginn
Reglugerðin mælir fyrir um upplýsingaskil til framkvæmdastjórnarinnar, Umhverfisstofnunar Evrópu og European Centre for Disease Prevention and Control (sjá gr. (34) í inngangi og 2. mgr. 11.gr. í reglugerðinni.). Semja þarf um hvernig þessum skilum verður háttað og um aðgang að gögnum og hvert hlutverk ESA verður í þessu sambandi
Innleiðing í íslenskan rétt
Framleiðslan og afhending á vatni til endurnotkunar sem ætlað er til notkun í landbúnaði er leyfisskyld samkvæmt 1. mgr. og 2. mgr. 6.gr. og ber þeim sem bera ábyrgð á endurnotkunarkerfinu ásamt þeim sem notar vatnið að sækja um slíkt leyfi. Leyfisveitingin myndi væntanlega byggja á heimild til veitingu starfsleyfis til skólphreinsistöðvar sbr. 6.gr. og viðauka IV í l. nr. 7/1998 um hollustuvernd og mengunarvarnir. Starfsemin nær hins vegar einnig til áveitu landsins á landbúnaðarland og skarast því við löggjöf um öryggi matvæla og matvælaframleiðslu og fóðurframleiðslu og þurfa þær stofnanir sem fara með þá málaflokka einnig að koma að greiningu þessarar gerðar.
Reglugerðarheimildir í 5.gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir ná til almennra reglna um mengunarvarnir sem m.a. varða notkun vatns í atvinnurekstri.

Innleiðingareglugerðir
Í 13. gr. er framkvæmdastjórninni fært löggjafarvald vegna tæknilegra atriða varðandi áhættumat (gr. 5(5)) og um form þeirra upplýsinga sem aðildarríkin þurfa að skila til framkvæmdastjórnarinnar (gr. 11(4)), sjá gr. (37) og (38).

Refsiákvæði
Í gr. (15) er mælt fyrir um að aðildarríki setji ákvæði um viðurlög við brotum á ákvæðum reglugerðarinnar. Viðurlögin skulu vera skilvirk, í réttu hlutfalli við brot og letjandi (e. effective, proportionate and dissuasive). Tilkynna skal framkvæmdastjórninni um ákvæðin í síðasta lagi 26. júní 2024 og jafnframt allar breytinga varðandi þau.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Efnislegri aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Ný reglugerð og breyting á reglugerð 550/2018. Lagastoð í lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, 7/1998.
Innleiðing í íslenskan rétt
Framleiðslan og afhending á vatni til endurnotkunar sem ætlað er til notkun í landbúnaði er leyfisskyld samkvæmt 1. mgr. og 2. mgr. 6.gr. og ber þeim sem bera ábyrgð á endurnotkunarkerfinu ásamt þeim sem notar vatnið að sækja um slíkt leyfi. Leyfisveitingin myndi væntanlega byggja á heimild til veitingu starfsleyfis til skólphreinsistöðvar sbr. 6.gr. og viðauka IV í l. nr. 7/1998 um hollustuvernd og mengunarvarnir. Starfsemin nær hins vegar einnig til áveitu landsins á landbúnaðarland og skarast því við löggjöf um öryggi matvæla og matvælaframleiðslu og fóðurframleiðslu og þurfa þær stofnanir sem fara með þá málaflokka einnig að koma að greiningu þessarar gerðar.
Reglugerðarheimildir í 5.gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir ná til almennra reglna um mengunarvarnir sem m.a. varða notkun vatns í atvinnurekstri.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað
Mat á áhrifum og sérstökum hagsmunum Íslands Áhrif
Ekki er búist við að reglugerðin hafi mikla þýðingu á Íslandi þar sem ekki er mikil þörf fyrir sérstaka áveitu vatns í landbúnaði. Auk þess er talið að yfirleitt sé nægt ónotað vatn að hafa til slíks á Íslandi í mun betri gæðum og mun ódýrara. Gera má ráð fyrir að talsverður kostnaður hljótist af því að leiða skólp frá þéttbýlum til landbúnaðarsvæða, hreinsa það umfram hefðbundnar kröfur og stunda áskildar mælingar. Því er ekki búist við að sérstakur kostnaður vegna upptöku reglugerðarinnar falli á ríkið eða sveitarfélög. Ákvæði hennar munu ekki breyta núgildandi kröfum á sviði umhverfisverndar hérlendis þar sem í henni er mælt fyrir um að ákvæði allra annarra reglugerða á því sviði skuli vera uppfylltar áður en leyfi til endurnotkunar vatns er gefið. Reglugerðin hefur að geyma viðbótarlágmarkskröfur við núgildinandi lög og reglur. Til að standast kröfur reglugerðarinnar til gæða endurnotkunarvatnsins þarf að hreinsa skólpið sérstaklega eftir hreinsun í tveggja þrepa hreinsistöð. Slík hreinsun er starfsleyfisskyld, skv. reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit. Reglugerðin sem hér er til umfjöllunar gerir skylt að krafist sé starfsleyfis fyrir endurnotkun vatns og opnar á að krafan nái einnig yfir þann sem notar vatnið.
Reglugerðin styður við aukna endurnotkun vatns og þar með þúsaldamarkmið Sameinuðu þjóðana um aukna og öruggari endurnýting fyrir 2030 (Markmkið nr. 6 um vatn og hreinlæti).
Kostnaður vegna endurnotkunar vatns hérlendis gæti orðið talsverður ef til hennar kæmi. Fjárfesta yrði í áveitukerfi, skólphreinsistöð og vatns- og skólplögnum auk þess sem mikill kostnaður myndi fylgja hreinsun skólpsins og að einhverju leyti framkvæmd nauðsynlegra mælinga vegna innra eftirlits.
Þótt vart hafi orðið við þurrka og staðbundið vatnsleysi á Íslandi einstaka ár er talið ólíklegt að það svari kostnaði að koma upp áveitukerfi á bújörðum hérlendis og því ekki talið líklegt að slík endurnotkun verði stunduð hérlendis í sjáanlegri framtíð. Í þeim tilvikum sem áveita kann að vera til staðar má gera ráð fyrir aðgangi að ónotuðu vatni sem augljóslega er ódýrari kostur en notað vatn. Því er ekki talið líklegt að endurnýtt fráveituvatn verði notað til áveitu á Íslandi. Ekki er því gert ráð fyirr að sérstakur kostnaður falli á ríkið eða sveitarfélög vegna reglugerðarinnar..

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32020R0741
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 177, 5.6.2020, p. 32
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2018) 337
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar