Breyting á reglugerð (ESB) 2018/2066 um vöktun og skýrslugjöf vegna losunar gróðurhúsalofttegunda skv. tilskipun 2003/87/EB. - 32020R2085

Commission Implementing Regulation (EU) 2020/2085 of 14 December 2020 amending and correcting Implementing Regulation (EU) 2018/2066 on the monitoring and reporting of greenhouse gas emissions pursuant to Directive 2003/87/EC of the European Parliament and of the Council


iceland-flag
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2085 frá 14. desember 2020 um breytingu og leiðréttingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2018/2066 um vöktun á losun gróðurhúsalofttegunda og skýrslugjöf um losunina samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 20 Umhverfismál, 20.03 Loft
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 394/2021
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Reglugerð þessi felur í sér breytingar og leiðréttingar á framkvæmdareglugerð (ESB) 2018/2066 er varðar vöktun og skýrslugjöf vegna losunar gróðurhúsalofttegunda frá starfsemi sem fellur undir tilskipun 2003/87/EB. Breytingarnar snúa aðallega að vöktun á losun lífmassa, lífeldsneyti og lífgasi (e. biomass, biofuels and biogas), skilgreiningar því tengdar settar inn og reglur varðandi þessi atriði skilgreindar nánar, auk þess sem viðaukar eruð aðlagaðir til samræmis.

Nánari efnisumfjöllun

Í reglugerð (ESB) 2018/2066 koma fram reglur um vöktun á losun vegna lífmassa sem eru í samræmi við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/28/EB. Sú tilskipun er felld úr gildi með tilskipun (ESB) 2018/2001 frá og með 1. Júlí 2021 sem að aðildarríkin eiga að innleiða fyrir 30. Júní 2021. Í ljósi þess var reglugerð (ESB) 2020/2085 sett, sem hér er til greiningar, til að samræma ákvæði sem snúa að vöktun og skýrslugjöf vegna losunar lífmassa sem mælt er fyrir um í reglugerð (ESB) 2018/2066 við reglur sem settar eru fram í tilskipun (ESB) 2018/2001, þá sér í lagi það sem viðkemur viðeigandi skilgreiningum, sjálfbærni og sparnaðarviðmiðum vegna losunar gróðurhúsalofttegunda vegna notkunar lífmassa.
Bætt er við nýjum skilgreiningum sem varða reglugerð 2018/2066, þá sérstaklega orðinu lífmassa og tengdum hugtökum, svo sem lífeldsneyti, lífgasi, úrgangi, og leifum eða auka efnum í framleiðslu.
Skv. 6. tölul. 1. gr. reglugerðar þessarar eru gerðar breytingar á 38. gr. reglugerðar (ESB) 2018/2066 sem fjallar um efnisstrauma lífmassa. Sett er inn ný málsgrein, 5. mgr., þar sem því er bætt við að lífeldsneyti, lífvökvar og lífmassa eldsneyti (e. biofuels, bioliquids and biomass fuels) sem notað er til brennslu skuli uppfylla sjálfbærni og sparnaðarviðmið vegna losunar gróðurhúsalofttegunda. Aðrar málsgreinar sömu greinar skulu ávallt taka mið af 5. mgr.Í 39. gr. er bætt er við leiðbeiningum og reglum fyrir rekstraraðila þegar kemur að vöktun og skýrslugjöf vegna notkunar náttúrugass og lífgass sem nýtir sama gasleiðslukerfi. Hvernig áætla skuli hlut lífmassa og lífgass í slíkum tilfellum og forðast tvöfalda talningu á magni lífgass. Í 3. mgr. sömu greinar segir að rekstraraðili skuli ekki nota greiningar eða áætlunaraðferðir skv. 2. mgr. til að ákvarða hlut lífmassa náttúrugass sem kemur frá gasleiðslukerfum þar sem lífgasi er einnig bætt við kerfið. Einnig er því bætt við að rekstraraðili hafi heimild til að ákvarða hlut lífmassa með því að miða við reikningsfærslur vegna kaupa af lífgasi af samsvarandi orkuinnihaldi en þó skal gæta þess og sanna fyrir lögbæru stjórnvaldi að ekki hafi átt sér stað tvítalning á sama lífgasmagninu. Þetta er hægt að gera með yfirlýsingu um upprunaábyrgð. Einnig þarf að sýna fram á að rekstraraðili og framleiðandi lífgassins séu tengdir sama gasleiðslukerfi. Rekstraraðili getur nýtt sér gögn sem skráð eru í gagnabanka sem settur er upp af einu eða fleiri aðildarríkjum til að uppfylla þær kröfur sem settar eru fram í þessari málsgrein.
Skv. 10. tölul. 1. gr. reglugerðar þessarar er ný 54. gr. sett inn í reglugerð (ESB) 2018/2066 í stað þeirrar sem var þar fyrir, sem fjallar um sérákvæði fyrir lífeldsneyti. Þar kemur fram að losunarstuðull frá lífeldsneyti skuli vera núll. Tekið er á lífeldsneyti sem blandað hefur verið með jarðefnaeldsneyti og nokkuð ýtarlegum leiðbeiningum er bætt inn fyrir flugrekendur um aðferðir greininga á hlut lífmassa í blönduðu eldsneyti sem þeir fá afhent en eftirfarandi aðferðir eru leyfilegar:
• Flugrekandi getur ákvarðað að lífeldsneyti sé ekki til staðar og notað sjálfgefinn hluta jarðefnaeldsneytis upp á 100%.
• Ef eldsneyti er afhent ákveðnu loftfari í auðkennandi skömmtum, getur flugrekandi framkvæmt greiningu samkvæmt 32. og 35. gr. sömu reglugerðar til að áætla hlut lífmassa á grundvelli viðeigandi staðla og greiningaraðferðum að því tilskyldu að tilteknir staðlar og greiningaraðferðir séu samþykkt af lögbæru stjórnvaldi. Ef sannað er (fyrir lögbæru stjórnvaldi) að slíkar aðferðir leiði að sér óraunhæfan kostnað eða eru tæknilega óframkvæmanlegar getur flugrekandi áætlað innihald lífefnis byggt á massajafnvægi jarðefnaeldsneytis og lífeldsneytis sem keypt er inn.
• Þar sem keyptir lífeldsneytisskammtar eru ekki afhentir ákveðnu loftfari getur flugrekandi ekki notað greiningar til að áætla hlut lífmassa þess eldsneytis sem notað er en getur þó ákvarðað hlut lífmassa með þvi að nota reikningsfærslur fyrir kaup á lífeldsneyti af samsvarandi orkuinnihaldi, gefið að fullnægjandi sönnun þess að ekki sé um tvöfaldan útreikning að ræða sé veitt lögbæru stjórnvaldi.
Skv. 11. tölul. 1. gr. reglugerðar þessarar er fyrstu undirmálsgrein 1. mgr. 72. gr. reglugerðar (ESB) 2018/2066 skipt út fyrir eftirfarandi: „Árleg heildarlosun á hverri gróðurhúsalofttegund fyrir sig, CO2, N2O og PFC, skal vera skráð sem námundað tonn af CO2 eða CO2(e). Árleg heildarlosun starfsstöðvar skal reiknuð sem summa af námunduðum gildum fyrir CO2, N2O og PFC.
Skv. 12. tölul. 1. gr. reglugerðar þessarar, sbr. viðauka I, er viðaukum I og X við reglugerð (ESB) 2018/2066 breytt til að samræma þá við nýja 5. mgr. 38. gr. þeirrar reglugerðar.
Skv. 13. tölul. 1. gr. reglugerðar þessarar, sbr. viðauka II, eru gerðar breytingar á viðaukum II, IV og VI við reglugerð (ESB) 2018/2066. M.a. er gerð breyting á 4. kafla í viðauka II þar sem skilgreining aðferðarþrepa fyrir reiknistuðla fyrir losun koldíoxíðs kemur í stað aðferðaþrepa fyrir reiknistuðla vegna niðurbrots karbónats sem nær þá yfir losun koldíoxíð frá framleiðsluefni kolefnis í öðru formi en karbónats og eru viðaukar aðlagaðir að þessari breytingu.
Einnig er tafla 6 úr viðauka IV uppfærð vegna mats milliríkjanefndar um loftlagsbreytingar um ný gildi fyrir hnatthlýnunarmátt jarðar. Þau gildi sem eru notuð eru innan viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir eru þannig aðlöguð til samræmis við aðrar gerðir Sambandsins
Til að forðast að gera greinarmun á ólífrænu kolefni (oftast karbónötum) og lífrænu kolefni er greining heildarmagns kolefnis leyfð þar sem það er mögulegt. Orðalag er aðlagað að þessu í viðauka II þessarar reglugerðar, þar sem notast er við orðalagið “kolefni önnur en karbónöt” í stað “lífræns kolefnis”.
Villa fannst við formúlu í undirkafla B í kafla 8 í viðauka IV við reglugerð (ESB) 2018/2066 sem notuð er til að ákvarða losun perflúorkolefnis (C2F6) og er því leiðrétt formúla sett inn skv. 2.gr. reglugerðar þessarar.
Þær breytingar sem eru gerðar á reglugerð (ESB) 2018/2066 til að samræma ákvæði hennar við tilskipun (ESB) 2018/2001 eiga að taka gildi við byrjun næsta reikningskilatímabils , þ.e. 1. janúar 2022, en dagsetning umsóknar vegna annarra breytinga eða leiðréttinga, var sú sama og fyrir reglugerð (ESB) 2018/2066, þ.e. 1. janúar 2021. Því halda núgildandi ákvæði reglugerðar (ESB) 2018/2066 um vöktun og skýrslugjöf fyrir losun koldíoxíðs frá lífmassa samkvæmt tilskipun 2009/28/EB halda áfram að gilda vegna losunar sem á sér stað á árinu 2021.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Efnislegri aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Setja þarf reglugerð til innleiðingar reglugerðar þessarar í íslenskan rétt. Nú er unnið að innleiðingu reglugerðar (ESB) 2018/2066 með setningu nýrrar reglugerðar um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir, og yrði því hagkvæmast að innleiða reglugerð þessa samhliða, með sömu reglugerð, á grundvelli 5. mgr. 21. gr. b laga nr. 70/2012 um loftslagsmál.
Ef ákveðið verður að bíða með innleiðingu reglugerðar þessarar þar til hún hefur verið tekin upp í EES-samninginn þarf að gera breytingar á reglugerð um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir sem nú er í vinnslu, hafi hún þegar tekið gildi.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Enginn

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Umhverfisstofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32020R2085
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 423, 15.12.2020, p. 37
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer D070120/01
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 23, 14.3.2024, p. 117
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2024/691, 14.3.2024