32021R1430

Commission Delegated Regulation (EU) 2021/1430 of 31 May 2021 supplementing Regulation (EU) 2018/956 of the European Parliament and of the Council by specifying the data to be reported by the Member States for the purposes of verifying the CO2 emissions and fuel consumption of new heavy-duty vehicles


iceland-flag
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1430 frá 31. maí 2021 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/956 með því að tilgreina þau gögn sem aðildarríkin eiga að gefa skýrslu um í þeim tilgangi að sannprófa koltvísýringslosun og eldsneytisnotkun nýrra, þungra ökutækja
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.01 Vélknúin ökutæki
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 081/2022
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Gera framkvæmdastjórn ESB kleift að taka á móti niðurstöðum prófana á vegum, e. on-road verification testing, fyrir ný þung ökutæki, e. heavy-duty vehicles, sem framleiðendur framkvæma sjálfir samkvæmt reglugerð 2019/318/EB. Því er verið að setja ýmsar reglur um skil á upplýsingum. Ekki áhrif hér á landi. Kostnaður óverulegur.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Gera framkvæmdastjórn ESB kleift að taka á móti niðurstöðum prófana á vegum, e. on-road verification testing, fyrir ný þung ökutæki, e. heavy-duty vehicles, sem framleiðendur framkvæma sjálfir samkvæmt reglugerð 2019/318/EB.Aðdragandi1) Í reglugerð (EB) 595/2009 er kveðið á um reglur fyrir notkunarsamræmi ökutækis og aflvélar, endingu mengunarvarnarbúnaðar, innbyggð greiningarkerfi ökutækja, e. vehicle on-board diagnostic systems, og mælingar á eldsneytisnotkun og losun CO2.2) Í samræmi við grein 7(1) í reglugerð 2018/956/EB skal framkvæmdastjórn ESB hafa eftirlit með niðurstöðum reynsluprófa á vegum, e. on-road tests sem hafa farið fram innan ramma reglugerðar (EB) 595/2009 til að staðfesta losun CO2 og eldsneytisnotkun á nýjum þungum ökutækjum.3) Reglugerð (EB) 2017/2400 kemur til fyllingar í löggjöf fyrir gerðarviðurkenningu á ökutækjum og vélum með tilliti til losunar og viðgerðar- og viðhaldsupplýsinga ökutækis, e. vehicle repair and maintenance information, sem komið var á fót með reglugerð (EB) 582/2011.Sér í lagi kveður reglugerð (EB) 2017/2400 á um reglur um útgáfu á leyfum til að starfrækja hermibúnað, e. simulation tool, í þeim tilgangi að ákvarða losun CO2 og eldsneytisnotkun nýrra ökutækja. Þá kveður reglugerð 2017/2400 um starfrækslu hermibúnaðarins og um að tilkynna losun CO2 og eldsneytisnotkunargildi.4) Skilningur á niðurstöðum reynsluprófana á vegum, e. road tests, til að sýna fram á losun CO2 og eldsneytiseyðslu á nýjum þungum ökutækjum krefst greiningar á niðurstöðum prófunarskýrslna, e. test reports.5) Ef upp koma mistök við sannprófunaraðferðir á vegum, e. on-road verification testing procedure, eru nánari upplýsingar nauðsynlegar um orsakir slíkra mistaka, eftirfylgni og niðurstöður rannsókna til að ákvarða orsök.6) Einnig eru nauðsynlegar upplýsingar um hvernig mismunandi prófunarskýrslur, e. test reports, eru tengdar sömu ökutækjafjölskyldu, e. vehicle family. sem er til rannsóknar.7) Til að heimila framkvæmdastjórn ESB að taka tímanlega á móti nauðsynlegum gögnum sem þarf til að hafa eftirlit með niðurstöðum prófana á vegum, e. on-road tests, og til að undirbúa árlega skýrslu í samræmi við grein 10 í sömu reglugerð, er við hæfi að tilgreina hvenær lögbær yfirvöld aðildarríkjanna skulu senda gögnin.Efnisúrdráttur: Gögn sem skal tilkynna:Lögbær yfirvöld aðildarríkjanna skulu leggja fram eftirfarandi gögn í samræmi við grein 7(1) í reglugerð 2018/956/EB:a) prófunarskýrslur, e. test reports, sem vísað er til í 2. mgr. greinar 20(1) reglugerðar (EB) 2017/2400, í síðasta lagi einum mánuði eftir að ökutækjaframleiðandi hefur útvegað samþykktaryfirvaldi skýrslurnar;b) upplýsingar um rannsókn til að skera úr um orsök mistaka við sannprófun, e. verification testing procedure, sem vísað er til í 2. mgr. greinar 20(2) reglugerðar (EB) 2017/2400, í síðasta lagi einum mánuði eftir upphaf rannsóknarinnar;c) niðurstöður rannsóknar sem vísað er til í 2. mgr. greinar 20(2) reglugerðar (EB) 2017/2400, þar með talið upplýsingar um orsakir mistaka sem ákveðin hafa verið samkvæmt 2. mgr. sömu greinar í tengslum við vottun íhluta, aðskildra tæknieininga eða –kerfa eða starfrækslu hermibúnaðarins, í síðasta lagi einum mánuði eftir að samþykktaryfirvald, e. approval authority, hefur komist að orsök mistakanna;d) prófunarskýrslur sem vísað er til í grein 22(2) reglugerðar (EB) 2018/2400 sem bera númer vottorðsins um losun CO2 og eldsneytiseyðandi eiginleika loftfjölskyldu, e. air drag family, sem þau hafa verið stofnuð fyrir, í síðasta lagi einum mánuði eftir að framleiðandinn hefur útvegað samþykktaryfirvaldi prófunarskýrslurnar.e) fyrir hvert vottorð um losun CO2 og eldsneytiseyðandi eiginleika loftfjölskyldu, sem er veitt, framlengt, synjað eða dregið til baka, skal tilkynna þau gögn sem lýst er í VIII. viðbæti, viðauka 1 og 2 við reglugerð (EB) 2017/2400, þar með talið viðhengin, í síðasta lagi einum mánuði eftir að þessi gögn hafa verið búin til eða móttekin af samþykktaryfirvaldi.Umsögn: helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Hefur aðallega áhrif á framleiðendur ökutækja sem ekki er að finna hér á landi.Það ber að athuga að reglugerð 2018/956/EB hefur ekki verið tekin upp í EES-samninginn. Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lagastoð er að finna í 69. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.Innleitt í reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004. Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitarfélaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er: Óverulegur.Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: NeiHorizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: Nei.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoð er að finna í 69. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Innleitt í reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32021R1430
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 309, 2.9.2021, p. 3
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer C(2021)3577
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 45, 7.7.2022, p. 58
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 182, 7.7.2022, p. 70