32019R1242

Regulation (EU) 2019/1242 of the European Parliament and of the Council of 20 June 2019 setting CO2 emission performance standards for new heavy-duty vehicles and amending Regulations (EC) No 595/2009 and (EU) 2018/956 of the European Parliament and of the Council and Council Directive 96/53/EC


iceland-flag
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1242 frá 20. júní 2019 um að setja staðla um frammistöðu vegna losunar koltvísýrings fyrir ný, þung ökutæki og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 595/2009 og reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/956 og tilskipun ráðsins 96/53/EB
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 20 Umhverfismál, 20.03 Loft
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 398/2021
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2017/1151 er nánari útfærsla á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 715/2007 um gerðarviðurkenningu léttra farþega- og atvinnu ökutækja með tilliti til losunar gróðurhúsalofttegunda, e. (Euro 5 og Euro 6). Í henni eru sértæk tæknileg ákvæði sem nauðsynleg eru til að framkvæma reglugerð (EB) nr. 715/2007. Þá er reglugerðin um aðgang að upplýsingum um viðgerðir og viðhald ökutækja. Með reglugerðinni er breytt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2007/46/EB, reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1230/2012 og reglugerð framkvæmdastjórnarinnar nr. 692/2008. Engir framleiðendur ökutækja á Íslandi og hefur reglugerðin því lítil sem engin áhrif hér á landi eins og stendur. Kostnaður við innleiðingu þessarar reglugerðar er metinn óverulegur sem enginn.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Losun koltvísýrings frá þungaflutningabifreiðum þ.m.t. vörubílum, rútum og hópbifreiðum er um 6% af heildarlosun koltvísýrings í Evrópusambandinu og um 25% af heildarlosun frá umferð á vegum. Til að draga úr losun frá þessum ökutækjum þarf að setja ný markmið um losun frá þungaflutningabifreiðum fyrir árin 2025 og 2030.
Reglugerðin er hluti af þriðja mobility-pakka ESB. Markmið með gerðinni er að draga úr losun koltvísýrings frá þungum ökutækjum til samræmis við bindandi markmið Parísarsamkomulagsins um að draga um 40% úr losun gróðurhúsloftegunda í heiminum frá því sem var árið 1990.
Samkvæmt gerðinni skulu framleiðendur nýrra ökutækja uppfylla kröfur um minni meðaltalslosun frá þungum ökutækjum um;
• 15% frá árinu 2025
• 30% frá árinu 2030
Með gerðinni eru settir fram losunarstaðlar fyrir ný þung ökutæki framleidd í Evrópusambandinu sem eru sambærilegir við staðla sem þegar hafa verið settir fyrir fólksbifreiðar.
Tilgangurinn er að tryggja að flutningageirinn sem heild stuðli að því að draga úr losun gróðurhúslofttegunda, stuðla að nýsköpunartækni tengdri eldsneytiseyðslu og efla tæknilega forystu ökutækjaframleiðenda og birgja í Evrópusambandinu.
Efnisútdráttur: Með reglugerðinni eru settir fram losunarstaðlar sem framleiðendur ökutækja í Evrópusambandinu skulu ná annars vegar fyrir árið 2025 og hins vegar fyrir árið 2030.
Í ákvæðum 4. – 6. gr. reglugerðarinnar er framkvæmdastjórninni gert kleift að ákvarða með innleiðingargerðum sértæka meðaltalslosun, koltvísýringslosun og lágmarkslosun fyrir hvern framleiðanda.
Með reglugerðin er breytt reglugerð ESB nr. 595/2009, reglugerð ESB nr. 2018/956 og tilskipun 96/53/ESB til að samræma gildin sem þar koma fram við nýja losunarstaðla samkvæmt þessari reglugerð.
Umsögn: helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Engir framleiðendur ökutækja á Íslandi og hefur gerðin því lítil sem engin áhrif hér á landi.
Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Nauðsynlegt er að breyta umferðarlögum þar sem Framkvæmdastjórn ESB er veitt heimild til að leggja á framleiðendur gjald standist þeir ekki þau viðmið í losun sem Evrópusambandið setur þeim. Í tilviki Íslands færi ESA með þessar heimildir. Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja.
Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitar-félaga og atvinnulífs og ALMENNINGS, ef einhver er: Kostnaður við innleiðingu þessarar reglugerðar er metinn óverulegur sem enginn.
Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: Tengsl við umhverfisráðuneyti vegna loftslagsmarkmiða en ekki bein skörun.
Horizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: Nei.
Þörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða: Nei.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB
Sent til Alþingis

Innleiðing

Innleiðing Lagasetning/lagabreyting
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Nauðsynlegt er að breyta umferðarlögum þar sem fjallað er um að leggja á framleiðendur gjald standist þeir ekki þau viðmið í losun sem Evrópusambandið setur þeim. Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32019R1242
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 198, 25.7.2019, p. 202
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2018) 284
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Ísland)
Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Noregur)

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 23, 14.3.2024, p. 122
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2024/681, 14.3.2024